Neyðarástand.

Úps, ég var á einkarekna spítalanum í morgun þar sem íslensk (kona) gestur okkar liggur og ætlaði að fara að hraða mér á skrifstofuna þar sem Gabriel beið þess að ég keyrði hann til læknis, þá fékk símtal frá honum þar sem hann sagði að ég skyldi ekki reyna að nálgast miðbæinn því búið væri að loka öllum götum. Ástæðan var sú að stór flutningabíll hlaðinn gasi hafði reynt að komast undir brúnna sem liggur yfir götu hér rétt við skrifstofuna, bíllinn festist og gas fór að renna út. Allir tiltækir fagmenn og annar gasbíll mættu á staðinn og byrjað var að reyna að flytja gasið milli bíla. Áður en til þess kom fannst mönnum ástandið vera orðið ískyggilegt og voru allar byggingar á stóru svæði rýmdar, þar á meðal skrifstofubyggingin þar sem við erum og 4 íbúðarhæðir fyrir ofan okkur. Ráðhúsið fyrir framan og 30 aðrar byggingar.

Allt fór vel að lokum, engin gas-sprengin  en nokkrir tímar liðu þar til fólk fékk að fara till baka. Flestir höfðu farið heim, þ.e. starfsmenn fyrirtækja og ráðhúsið lokaði það sem eftir lifði dags, en ESPIS hjartað slær alltaf svo um leið og ég komst hingað mætti ég. EN, ég var búin að hafa mjög góðan tíma heima áður, þvoði þvott, strauaði, dittaði að plöntunum á terrasinu ofl. Meir að segja tíndi fulla stóra skál af tómötum af tómataplöntunum. Svo nú er ég hér og búin að vera í 5 tíma. Erum að fara út að borða með vini Gabriels og hans frú frá Íslandi, úr Hafnarfirði (þar sleit Gabriel unglingaskónum sínum). Hefði þurft að leggja mig áður því ég kom ekki heim fyrr en kl. 04.00 í morgun eftir að hafa verið í transfer frá flugvellinum. 3 vélar komu á hálftíma, tvær áttu að koma fyrr um daginn og undir kvöld en seinkun varð svo allar komu í einu. Mikill handagangur í öskjunni þar og ekki allir jafn glaðir eftir langan dag og bið á flugvelli.

En nú ætla ég að pakka saman og fara í hreinsunina. Aldrei endir á vinnu konu:-)

Fært undir . Engin ummæli »