Verkföll og sumarið komið.

Þá kom sumarið aftur. Blöðin hafa sagt okkur að meðalhiti í apríl hafi verið 30C en í maí aðeins 20C. Nú í gær skall sumarið svo á aftur með miklum hita og glaðri sól. Ég búin að vera mikið á ferðinni í dag og svitnað í takt við það. Nú i nótt, kl. 23.30 fer ég á flugvöllinn (í farastjóraleik) og tekk rútu inn í bæ, vaninn er að ég sé búin um 04.00 og komin heim ca. 04.30. Svo er vinna á morgun.

Mamma og Þórður eru farin heim eftir mjög vel heppnaða viku, við gerðum margt skemmtilegt saman. Ég hringdi í mömmu í gærkvöldi og vældi yfir því hvað ég saknaði hennar, hefði viljað hafa hana mikið lengur. En hún er búin að lofa að koma aftur í haust. Nú er hér í gistingu hjá okkur systurdóttir mömmu með 3 börn sín. Ég er auðvitað búin að hitta þau, hleypti þeim inn í íbúðina og allir eru alsælir. Um helgina stefnum við í að borða saman.

Flutningabílstjórar hér hafa verið í “verkfalli” til að mótmæla bensínverði eins og gerðist á Íslandi. Það hefur því miður kostað dauðaslys svo og önnur óhöpp. Í gær varð einn flutningabílstjórinn fyrir bíl og lést og í nótt var kveikt í bíl sem leiddi til þess að 6 trukkar sem stóðu hlið við hlið brunnu, einn bílstjóri hlaut mikil brunasár á 25% líkamans. Svo nú hefur lögreglan tekið stjórnina og menn eru farnir að fara til síns heima. En það sem verst er í stöðunni er að um allan Spán liggja viðkvæm matvæli undir skemmdum, mjólk, egg, ávextir og grænmeti, allt þetta hefur verið flutt á haugana þar sem ekki er til geymslupláss og varan viðkvæm. Fólk hefur hamstrað í verslunum eins og um stríðsástand sé að ræða. Enginn ferskur fiskur hefur fengist í nokkra daga og veitingahús farin að matreiða úr frosnu. En vonandi er þessu ástandi að ljúka. Það er ekki eins og ríkisstjórnir geti gert mikið, öllu stjórnað frá Brussel, Evrópu höfuðstöðvunum. Vissulega er hægt að lækka einhverja skatta og vonandi verður það svo…

Ætla heim núna og gera mig klára fyrir næturvinnuna.  

Fært undir . Engin ummæli »