Grár sunnudagur.

Búið var að spá sól alla helgina en ekki stoppaði hún nú lengi í dag. Fór að hellirigna um hádegisbilið og rigndi lengur en við eigum að venjast. Mamma og Þórður hafa ekki verið heppin með veðrið þessa daga, því þó sé hlýtt þá hefur verið sólarlítið.

En mikil veisla hefur þessi vika verið hjá okkur. Í gærkvöldi borðuðum við á ítölskum stað í Altea, Stromboli heitir hann fyrir þá sem þar þekkja til. Mikilll og góður matur í fallegu umhverfi. Við fórum í listagalleríin og eitthvað var keypt. Nú vorum við að koma heim eftir að hafa borðað sunnudags lambið. Við fórum á stað í gömlu Altea (sér þorp) og borðuðum á geysi góðum stað sem sérhæfir sig í lambakjöti. Það fóru allir vel saddir og mjög ánægðir þaðan. Svo nú er bara að taka stutta síestu og fara svo kanske í bíó.

Fært undir . 1 ummæli »