Laugardagur.

Þá er ég sest við tölvuna, nýkomin heim eftir að hafa verið með mömmu í La Marina verslunarmiðstöðinni fyrir ofan Benidorm. Við áttum góðan, stresslausan dag. Bragi, kötturinn hans Gaua sefur á sófanum fyrir aftan mig, hann var sofandi þar þegar ég fór um hádegi og sefur enn!! Gabriel var að passa systurson sinn sem er 4 1/2 árs og aðrir karlmenn í fjöslkyldunni væntanlega hvílt sig eða unnið. Matarveislan í gærkvöldi hepnaðist mjög vel. Veðrið var eins og best var á kosið til að sitja úti langt fram á nótt við kertaljós og smá mánaskyn, hann er lítill hálfmáni þessa dagana blessaður. En nóg var að kertum og sólarorku lömpum sem við erum með um allt terrasið. Ég hef enga spennandi uppskrift handa ykkur frá kvöldinu, þetta var grillveisla með stórum rækjum grilluðum í miklu magni af grófu salti, ferskur túnfiskur, ferskur sverðfiskur, marinerað svínakjöt á teini, nautarif og nautalundir. Mikið af ostum, paté og því sem tilheyrir slíku. Salat gerði ég auðvitað og fólk er mjög hrifið af salötunum mínum svo ég ætla að segja ykkur hvernig ég geri salat með mat, eða eitt og sér með einni!!! brauðsneið. Ég set Rukol og Conómigos sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku, en þetta eru lauf, ekki kál leins og við notuðum hér áður fyrr (og oft enn). Þessu blanda ég vel saman í skál, síðan léttsteiki ég á pönnu í ólífuolíu, gulrætur í fínum sneiðum, ferskan aspargus, púrrulauk, kúrbít, papriku…allt sem ykkur dettur í hug, ekkert er heilagt þarna. Helli því svo ásamt olíunni ef einhver er eftir yfir grænu blöðin í skálinni og blanda öllu mjog vel saman. Síðan slatti af kirsuberjatómötum sem ég tíni af plöntum á terrasinu mínu (en má nota búarkeypta með sama árangri;-), agúrku, fetaosti+olíunni af honum (ekki endilega allri) og stundum, m.a. í gær steikti ég sesamfræ og stráði yfir.

Svo ef þið prófið salatið mitt einhvern tíma þá endilega látið mig vita hvað ykkur finnst. Hér er það algjört hitt:-)

En nú ætla ég að fara að undirbúa mig fyrir kvöldið. Gabriel er að gera klárt fyrir morgundaginn, hann fer ekki í venjulega köfun heldur ákvað hann að taka þátt í því að hreinsa sjóinn fyrir utan strendurnar, svo það verður kafara vinna en ekki hafmeyjarleit. En hann er mjög spenntur. Þórður, Gaui og Binni eru á einhverjum barnum að horfa á opnunarleik EM og mig langar að leggja mig í 15 mín…ha,ha,ha. Ekki eins og ég sé góð í slíku. En verð að lappa upp á útlitið fyrir kvöldið. Það á að borða í Altea og þar er gott að borða. Það á líka að ramba inn á lista galleríin og gleðja augun með fagurri list og kanske kaupa eitthvað.

Verið góð hvert við annað, lífið er svo agnar stutt;-)

Fært undir . 2 ummæli »