Skemmtilegur dagur.

Gærkvöldið var mjög ljúft. Hittumst snemmna og borðuðum á hollenskum stað rétt við skrifstofuna. Mikill og góður matur.

59 ár siðan mamma og pabbi giftu sig!

En, mikið átti ég skemmtlegan dag í dag með mömmu og Þórði. Við byrjuðum á að keyra frá Benidorm til Albir, skoða okkur um þar og keyra síðan eftir ströndinni í Albir til Altea. Keyrðum í gegnum Altea til þess staðar á ströndinni þar sem við Gabriel giftum okkur. Mömmu þótti mjög skemmtilegt að koma á þangað og Þórður rifjaðu upp veisluna sem haldin var þennan dag fyrir 8 árum. Héldum svo til Campomanes sem er snekkjuhöfn millanna í Altea Hills. Þar fengum við okkur dykkk og létum okkur dreyma um að eignast snekkju, áður en við fórum til Guadalest, þessa stórkostlega Mára þorps sem allir verða að heimsækja. Þar byrjuðum við á því a borða. Ég fór fjallabaksleið með þau upp í fjöllin, í gegnum ávaxta-akra og dásamlegar sveitir. Eftir matinn skoðuðum við okkur um í Guadalest en þar er margt að sjá, og er þá náttúrufegurðin númer eitt. Fórum svo heim stuttu, beinu leiðina og eftir að hafa skilað þeim heim fór ég á skrifstofuna þar sem ég er nú. Í kvöld ætla ég að taka lífinu með ró og byrja undirbúning á matarveislu sem við verðum með annað kvöld. Þar verða auk sona minna, mömmu og Þórðar, systir Gabriels með tvo syni sína og enskir vinir okkar sem eiga íbúð í Albir og eru hér nú. Matseðillinn er ekkert mjögn flókinn, grillað verður og ég geri nokkra dæmigerða spænska rétti. En eitt veit ég; að það verður mjög gaman. 

Við mæðgur ætlum að reyna að komast í búðir á morgun svo ég vil undirbúa sem mest í kvöld. Á laugardaginn ætlum við að halda áfram búðarrápi því Þórður, Gaui og Binni ætla á enskan bar til að fylgjast með Evrópu keppninni í fótbolta, um kvöldið borðum við svo öll saman í Altea. Sunnudagurinn er bókaður í gömlu Altea, borðum hádegismat að hætti Spánverja. Eigum bókað borð kl. 14.30, þetta er staður sem sérhæfir sig í lambakjöti og þarf að panta með löngum fyrirvara og tilgreina hversu margir ætla að borða lambið. Þeir baka lærin í nokkra klukkutíma og úrbeina síðan af mikilli snilld við borð gestanna. Með þessu er borin fram kartöflumús með möndlum. Ég er ánægð með mína kartöflumús;-)

Fyrir hádegi á sunnudaginn ætlar Gabriel að fara að leita hafmeyja, fer að kafa fyrir utan Calpe (sem margir Íslendingar þekkja) og mun mæta beint í matinn.

En nú er ég að hugsa um að fara að koma mér heim. Vonandi verður helgin ykkar jafn spennandi og mín.

Fært undir . 1 ummæli »