Quando tiempo!

Þetta þýðir “hvílíkur tími” eða “langur tími”.

Farastjóra tíminn var ekki svo langur en mjög annasamur, síðan tók við að ganga frá papírum og koma sér almennilega inn í Espis vinnuna. Hætti á laugardegi og átti helgarvakt hjá Espis sömu helgi þannig að hvíldin var engin. Svo komu mamma og Þórður bróðir á mánudaginn og verða hér fram á næsta mánudag. Það er nú bara slík gleði, mamma að koma i fyrsta skipti síðan ég flutti hingað fyrir 10 árum og Þórður ekki komið síðan í brúðkaupi okkar Gabriels fyrir 8 árum. Við skelltum í smá veislu heima í gærkvöldi, þar var borðað sitt lítið af hverju eins og gengur á Spáni. Grillaðar stórar rækjur, ferskur grillaður túnfiskur, nautakjöt, kartöflu ommeleta og salat. Rennt niður með slatta af indælu rauðvíni og minna magni af hvítvíni.

Í kvöld förum við að borða saman og minnast (halda upp á) 59 ára hjúskaparafmæli mömmu og pabba.

Á morgun ætlum við að fara inn til fjalla og skoða okkur um í litlum þorpum. Sveitin er falleg á Spáni.

Svo ég vonandi skrifa aftur fljótlaga.

Fært undir . 1 ummæli »