Ektamaki.

Sigga Rúna tengdadóttir mín kommentaði á bloggið mitt “bolti,party…”og spyr hvað orðið ektamaki þýði. Ég geri ráð fyrir því að hún sé að strýða mér, þekkjandi mína. En ég sló upp orðabók Háskólans þar sem ég gleymdi að ath. þetta í íslensku orðabókinni sem ég á heima. Fyrir mér hefur þetta orð alltaf þýtt eiginmaður, og ektakvinna, eiginkona. Háskólinn staðfestir þetta og segir jafnframt að elstu heimildir um notkun orðsins séu frá 1635. Svo kemur langur listi yfir setningar þar sem orðið kemur fram.

Þannig að Gabriel er minn ektamaki og ég hans ektakvinna. Annað hljómar íslenskt hitt danskt :-)

Fært undir . 1 ummæli »

Sigurglöð þjóð.

Við unnum:-)

Ég verð að viðurkenna að mér datt aldrei í hug að þetta tækist, eftir að hafa fylgst með því hvernig Þjóðverjar hafa spilað. En það kom berlega í ljós í kvöld hvorir voru betri.

Við horfðum á leikinn í stórum hópi góðra vina, íslenskra, úkranískra og skoskra. Frábært kvöld, en þar sem við þurfum að fara snemma á fætur í fyrramálið fórum við heim eftir leikinn. Að keyra í gegnum Benidorm var ævintýri, ég hef ekki orð til að lýsa stemmingunni. Núna er sjónvarpið í gangi hjá okkur og verið er að tala við mæður og ömmur leikmenna okkar og þær að tjá tilfinningar sínar. Hallærslegt??? Það er smekksatriði.

Fólk var farið að safnast saman á torgum um allan Spán á miðjum degi, alls staðar voru stórir sjónvarps skjáir og mikill spenningur. Í Madrid var hitinn geysilegur (eins og um allt land) og var slökkvulið borgarinnar á torgum til að sprauta vatni yfir fólk vegna hitans. Ókeypis sturtur sem örugglega voru vel þegnar. Hjá okkur fór hitinn í 38C í dag. 

Nú er (í sjónvarpinu) farið að fagna með leikmönnum og það er hallærislegt, allir á freka ósexy nærbuxum (allir eins) hellandi kampavíni yfir hvern annan.

En það sem gladdi okkur sérstaklega var, að þegar við komum heim biðu mörg e-mail frá Íslandi og öðrum löndum þar sem vinir voru að óska okkur til hamingju með sigurinn.

Síðast vann Spánn 1964, svo það var komin tími til. Til hamingju.

Fært undir . 2 ummæli »

Boltinn, party, vinna.

Við unnum:-) þ.e. Spánn vann Rússa. Við vorum í þessum líka skemmtilega félagsskap að horfa á leikinn. Ég, eina konan inn í stofu með körlunum, hinar og börnin voru í garðinum. Ég er ósammála systur minni sem kommentaði á síðustu færslu, að leikurinn hafi ekki verið góður. Fyrri hálfleikur var frekar dapur (það komu engin mörk) en sá seinni var mjög fjörugur og góður bolti spilaður. Hvað svo gerist á morgun er spurning sem hangir í loftinu. Eftir leikinn á fimmtudaginn fórum við að vinna, en hátíðarhöldin á Benidorm voru eins og annars staðar á landinu. Bílflautur þandar, fólk syngjandi og dansandi á götum þar til kom morgun. Ég hafði verið mjög pen í víninu um kvöldið því ég var á bíl og vinnandi, en eftir að síðustu gestirnir komu, fólk sem við þekkjum vel, settumst við niður með þeim og héldum upp á sigurinn.

Ástæða þess að ég bloggaði ekki í gær var þó ekki sú að ég væri svona timbruð eða enn að halda upp á sigurinn,  heldur hafði ég mikið að gera og svo vorum við boðin í veislu hjá borgarstjórn í gærkvöldi. Góð-kunningi okkar sem er/var yfirmaður ferðamála á Benidorm svo lengi sem unga fólkið man, var að fara á eftirlaun. Hann var búin að vinna hjá borgarstjórn í 40 ár. Haldin var mikil veisla í Terra Mitica, skemmtigarðinum stóra ofan við Benidorm. Byrjaði kl 21.30, þá er búið að loka garðinum. Uppádekkuð 10 manna kringlótt borð á svæði Egipta í garðinum, en það stendur hæst og er við fallegt vatn þar sem vatns og leyser sýningar fara fram. Við sátum næst háborðinu þar sem Gabriel var einn af ræðumönnum;-) Mikill og góður matur og frábær vín. Skemmtilegt fólk við borðið okkar og svo er bara spurning hvort mynd af okkur verður í blöðunum á mánudaginn, ha,ha,ha. Klukkan 01.00 var þessi líka flotta vatns/leysirgeysla og flugelda sýning, allt tvinnað samana á frábæran hátt. Og svo fór fólk að tínast heim.

Ég er á vakt þessa helgi þannig að ég vil nota daginn á skrifstofunni. Borðaði áðan með Gabriel og hann fór svo heim í siestu, kemur svo að sækja mig þegar ég hóa. Í kvöld verður frænka hans sem býr í Baskalandi og hennar ektamaki og ungur sonur í mat hjá okkur. Á morgun ætti ég að vera búin að vinna kl. 15.00 og þá ætla ég í sólbað og slappa af fyrir leikinn. Til stendur að horfa á hann með ungum hjónum frá Ukraníu og Gaua, held að Binni verði með sínum vinum (eins og alltaf þegar er fótbolti). ÚPS, maður hlakkar nú ekki endilega til, helv. þjóðverjrnir með sinn fantabragða leikstíl. Alla vega, hafið það gott um helgina og ekki gleyma leiknum.

Til hamingju með íslensku stelpurnar, þær eru aldeilis að standa sig vel. Enda konur;-) 

Fært undir . 2 ummæli »

Spennan vex.

Þá fer að líða að leik Spánar og Rússlands…Ekki nema rúmur 1 og hálfur tími þar til hann hefst. Hér hefur verið að byggjast upp mikil spenna. Byggingar og bílar skarta spænska fánanum, barir eru að undirbúa sig fyrir mannfjöldann sem mun fylgjast með leiknum. Torg í borgum eru að fyllast af fólki sem bíður. Við erum enn á skrifstofunni en stefnum í að fara fljótlega því við eigum eftir að fara að versla g koma við heima áður en við förum til systir Gabriels þar sem al-systkynin ætla að hittast ásamt mökum og frændfólki þeirra sem eru hér á Benidorm í fríi. Allir munu koma með eitthvað að borða og drekka. Ekki spurning að þetta verður mikil stemming, hvernig sem leikurinn fer. Við erum mjög ósátt með úrslitin í gærkvöldi, Tyrkland/Þýskaland. Tyrkir voru svo miklu betri, eins og ballerínur á vellinum…en, þýska stálmaskínan. Allir Evrópubúar sem ég hef talað við segja það sama “alls ekki Þýskaland sem meistarar”. Það er einhver óvíld í garð þeirra, og það er ekkert nýtt. Úr þessu vil ég sjá Rússa vinna, nema svo skemmtilega vildi til að Spánn færi alla leið. Svo, haldið fingrum í kross fyrir okkur, því þó okkar strákar hafi unnið Rússa 4-1 í fyrri leik liðanna þíðir það ekki að þeir muni ganga að sigri vísum í kvöld.

Fært undir . 2 ummæli »

Húsmæðraleikur.

Ég er heima í dag. Hvílíkur lúxus. Úti er hitinn að drepa alla, það er sama hér og annars staðar, veðrið er eitt vinsælasta umræðuefnið. Hitinn er vel yfir 30C nánar tiltekið á þessari mínútu 33,1C og mikill raki þannig að fólk vill helst sofa. Þar sem helgin mín fór í að vera að heiman, þá fékk ég frí frá skrifstofunni í dag til að þvo og strauja. Ég er auðvitað með tölvuna heima þannig að ég vinn eins og aðra daga, munurinn er bara sá að ég er hálfnakin og ómáluð;-)

Gabriel og Gaui hafa notið góðs af. Komu í morgunkaffi og hádegismat. Gabriel myndi alveg þyggja að hafa konuna heima dag og dag svo hann fengi mat í hádeginu og gæti tekið 1-2 tíma siestu. En nú er ég orðin ein og ætla í sólbað:-)  Vá…það er lúxus sem ég hef ekki fengið lengi. Klukkan er að verða 17.00 svo nú er rétti tíminn til að fara í sólina.

Þjóðin er með timburmenn, fagnaðarlæti vegna sigurs Spánar á Ítölum í gærkvöldi ætluðu engan endi að taka, hef fylgst með því í sjónvarpinu í dag. Við í þessu húsi fórum nú bara að sofa eftir leikinn, en mikið hlökkum til fimmtudagsins, Spánn/Rússland. Þó við höfum unnið fyrri leikinn við Rússa 4-1 er engin komin til með að segja að sá næsti verði auðunnin, eða unnin yfir höfuð. 

Í kvöld verða mikil veisluhöld á götum úti því á miðnætti gengur Jónsmessan í garð. Þá eigum við öll að stinga okkur í sjóinn á miðnætti. Margar skemmtilegar brennur verða brendar og áfram halda Spánverjar og gestir landsins að skemmta sér. Lífið hér er ein stór FIESTA. En nú er ég farin í sólin í eins og klukkutíma (ef ég hef þolinmæði til).

Fært undir . 1 ummæli »

Við Unnum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ó já, við unnum. Ég verð að segja að mér finnst vítaspyrnukeppni alltaf hálfgert frat. Ég, meir að segja sofnaði yfrir framlenguninni. Hallærislegt? Já, en ég er mjög þreytt og framlengingin hélt mér ekki vakandi. EN, 88 árum seinna unnum við og hér eru fagnaðarlætin að berast inn um opinar hurðirnar á terrasinu mínu, kínverjar og aðrir flugeldar keppast um háloftin. En ég verð að fara að sofa:-)

Fært undir . Engin ummæli »

38C

Sunnudagur, geysilegur hiti 38C annan daginn í röð og Spánn að fara að keppa við Ítalíu eftir klukkutíma. Þetta verður hörku spennandi leikur, Spánn ekki unnið Ítalíu í 88 ár!!! Trúið þið því??? Verra en Ísland/Danmörk og er þá mikið sagt.

Upphitun byrjuð í sjónvarpinu með frægum saungvurum (þetta finnst mér rangt skrifað) að hita upp á stóru torgi í Madrid þar sem hópur fólks er að safnast saman til að sjá leikinn. 

Í dag héldum við tertu veislu til að halda upp á afmæli Gaua, vinur hans frá barnæsku í Breiðholtinu er hér ásamt unnustu sinni og komu þau ásamt Binna. Ég bakaði þessa uppáhalda “kúluköku” drengjanna minna og keypti fótboltatertu. Skemmtilegur eftirmiðdagur. Áður hafði ég fengið mér tapas hádegisverð með frænku minni og börnunum hennar, þau voru að halda til Torriveja þar sem þau munu eyða 3 síðustu dögum frís síns, Hér á Benidorm eru þau búin að vera 2 vikur og höfum við náð að eiga saman skemmtilegar stundir. Þau komu m.a. með mér í skounarferðina til Guadalest á föstudaginn. Þangað fór ég með fulla rútu ásamt ungu farastjórunum sem voru að byrja vinnu hér. Vel heppnuð ferð þó ég segi sjálf frá. Í gær fórum við Gabriel svo með þau á einn þann spænskasta stað sem finnst til að borða Paellu. Börnin komu mér stórkostlega á óvart, þau elskuðu kræklinginn sem Gabriel pantaði í forrétt (ásamt fleiru) og veiddu krabbana, rækjurnar og smokkfiskinn úr Paellunni. Algjör sjávarrétta veisla. Íslensk börn 12 ára, og tvíburar 9 ára, borðuðu eins og þau væru hreinir Spánverjar.

Í gærkvöldi vorum við í afmælis og “house warming” veislu hjá systir Gabriels. Hún á afmæli 17, júní og geri aðrir bertur. Vorum trufluð löngu fyrir miðnætti þar sem gestir sem sögust eiga bókað hjá okkur en fundust hvergi þurftu aðstoð. Starfsmanneskjan á vakt gat ekki höndlað þetta ein;-) Svo við rukum af stað og komum gestunum í gistingu. nánat byggðum íbúð fyrir þau þar sem við erum yfirbókuð þennan mánuð, þurfum svo að eiga við bókunarskrifstofuna sem þau bókuðu hjá á morgun. Við vorum búin að loka á bókanir 4 dögum áður en þeirra bókun slapp í gegn. Það er ekki allt dans á rósum í þessum viðskiptum:-) En við erum kát svo lengi sem allt er fullt.

Nú fer leikurinn að byrja og ég þyrfti að fara í sturtu númer 3 í dag, en ætla að sleppa því þar til rétt fyrir svefninn.

Ætla að setja kartöflur í ofninn því í hálleik er stefnan að grilla fisk. Svo vil ég skella í gott salat fyrir leikinn líka.

Góða skemmtun öll!!!

Fært undir . Engin ummæli »

Fótbolti:-)

Alveg gleymdi ég í fyrra blogginu mínu í dag að minnast á fótboltann. Það er slík hátíð núna meðan hann er í gangi. EH, það er Evrópu keppnin á spænsku. Kann ekki skamstöfunina fyrir hana á íslensku.

Í gærkvöldi, 17. júní, horfðum við hjónin ásamt Gaua á báða leikina samtímis á skoskum bar sem vinir okkar eiga. Ítalía/Frakkland til hægri og Holland/Rúmenía til vinstri. Æði. Við fengum okkur að borða á barnum og héldum heim eftir leikina. Hefðum viljað sjá Rúmeníu vinna Holland því þá væru Ítalía og Frakkland farin heim, en það varð ekki og við erum mjög sátt vð úrslitin. Í kvöld er svo mega leikur, Spánn og Grikkland. Ég var búin að ætla að hafa frænku mína og börn hennar í mat en frestaði því vegna leiksins. Já! ég er svona mikil fótboltakerling. Við vorum að gantast með hvorum megin drottningin okkar yrði í kvöld. Þessi dásamlega konungsfjölskylda er mikil íþróttafjölskylda og drottningin var grísk prinsessa áður en hún giftis Juan Carlos. Það er auðvitað orðið svo langt síðan að hún hlýtur að vera orðin spænsk, eða þannig. Annars átti ég dálítið bágt í leik Spánar og Svíþjóðar sl. laugardag. Ég er nefnilega svolítið beggja blands þó ekki hafi ég nú búið lengi í Svíþjóð. En, sem sagt, í kvöld verðum við mætt við sjónvarpstækið heima til að sjá leikinn. Vonandi gerið þið það líka;-)

Fært undir . 1 ummæli »

Fleiri afmæli.

Guðjón eldri á afmæli í dag og Guðjón Björn, sá yngri á föstudaginn. Júní er fullur af afmælum. 

Það er svo heitt, svitinn lekur niður ennið og fötin límast við mig. Svona er sumarið og þetta er nákvæmlega það sem maður vill. Ég sit reyndar núna ósveitt á skrifstofunni, en hef veri á ferð og flugi allan morguninn þannig að framangreind lýsing átti við þar til fyrir stuttu.

Ansi oft kemur eitthvað í veg fyrir að góðu plönin manns gangi upp. Ég var búin að láta mig dreyma um að fara í Budda sentrið um helgina, en nei. Ég fer í farastjóraleik, flugvallarferðir á morgun og skoðunarferð á föstudaginn. Svo þá er bara að reyna að vinna minna um helgina en t.d. um síðustu helgi. Annars vita allir að dagar eins og helgar eru bestu dagar til vinnu, sérstaklega þegar maður er með hrúgu af verkefnum sem liggja óunnin á skrifborðinu. En þar sem við erum bæði í “fríi” um helgina og Gabriel ætlar að kafa á sunnudaginn, langar mig að gera eitthvað fyrir mig. Sólbað? Fara í gegnum blöð og DVD myndir og flokka og raða? Eitthvað finn ég mér til að gera.

Við erum boðin í brúðkaup á Íslandi í ágúst, en því miður komumst við ekki. Við hefðum svo mikið viljað koma bæði tvö. Foreldrar Gabriels litla (nafna míns) ætla að gifta sig, svo það hefði verið skemmtilegt fyrir Gabriel að kynnast loks litla nafna sínum og fara í afa leik með hann. Það verður að bíða betri tíma. Við höfum ekki planað neitt þetta árið og alls óvíst hvort eitthvað verður farið. Enda…við höfum nú bara farið í 2 alvöru frí saman á 12 árum. 

Nú ætla ég að fá mér eitthvað í svanginn, klukkan orðin 15.40 og komin tími til að borða lítilræði.

Fært undir . Engin ummæli »

17. júní!!!

Til hamingju með daginn Íslendingar. Hér verður lítið um dýrðir í dag. Ferðaskrifstofurnar hvetja fólk til að eyða deginum í vatns rennibrauta garðinum Aqualandia og verða þar með hlaðborð milli 13.00 og 15.00. Og, diskótekk sem er mjög vinsælt af ungum Íslendingum auglýsir Íslendingahátíð í kvöld og nótt. Við erum annars auðvitað bara í vinnunni. Hitinn fór í fyrsta sinn yfir 30C í gær og verður aftur þannig í dag svo nú er sumarið loks komið. Ég er að hugsa um að bregða mér í Budda sentrið mitt helgina, finn orðið mikla þörf til að komast þangað. Komist ég, fer ég snemma á föstudaginn og verð fram á sunnudags eftirmiðdag. Læt ykkur vita;-)

Fært undir . 2 ummæli »