Hrakfallabálkur.

Það fer nú að verða árlegur viðburður hjá mér að slasa á mér fæturna. Sem betur fer þó bara annan í einu, nema með einni undantekningu sem ég bloggaði um. Það var fyrir nokkuð löngu þegar ég var á leið niður stiga með sonarsyninum og mömmu hans hér í byggingunni að ég tók á loft rétt eins og ég væri Superman. En í fyrradag var ég að tipla á háum hælum (sem er ekkert nýtt) niður hallan frá skrifstofunni okkar og hvað? Rann á öðrum hælnum og steyptist í götuna. OG…eins og alltaf verður meira úr meiðslunum en ég held í fyrstu. Skurður og blóð, ég þreif það á skrifstofunni þar sem við höfum sjúkurakassa og dittaði að handlegg og lófum sem reyndu að bera fallið. Í gær var ég svo eins og 100 ára í hreyfingum, handleggirnir og bakið fengið meiri slynk en ég gerði mér grein fyrir. OK, en í dag? Komin með ígerð eina ferðina enn og fóturinn er eins og fílafótur. Ég baða og baða blessað hnéð úr sótthreinsandi og ber bólgueyðandi á fótinn því ekki ætla ég að þurfa að fara á spítalann né missa úr vinnu;-)

Og, þetta er ekkki nóg, það er búið að hellirigna í allan dag. Vöknuðum um kl. 05.00 í morgun við slíkar þrumur að halda hefði mátt að verið væri að gera sprengjuárás á húsið. En nú hefur stytt upp og vonandi skýn sólin á morgun, ef ekki, þá hefur gróðurinn og vatnsbólin gott af rigningunni.

Nú ætla ég að hætta að kvarta og fara í rúmmið, Gabriel fór á fund í Valencia í eftirmiðdaginn og kemur varla heim fyrr en seint. Svo, góa nótt elskurnar mínar.

Fært undir . 7 ummæli »