Framhald af farastjóraleiknum.

Íslendingur ávalt Íslendingur. Tvær fullar vinnur og önnur unni nær allan sólarhringinn. Nú í nótt byrja ég að sækja farþega á hótelin kl 03.20, vélin fer í loftið kl. 07.00 og innritun hefst 05.00. Ég auðvitað ætlaði að leggja mig ekki seinna en 18.00 og vakna hress, en nú er klukkan 20.30 og ég er að vonast til að komast heim á næsta klukkutíma.

Ég gerði innsláttarvillu í afmæliskeðjunni til Siggu Rúnu, kallaði hana gulið mitt í stað gullið mitt. Hún svarar mér og kallar mig herfu:-) Þar er til skýring. Við stofnuðum herfuklúbb fyrir nokkrum árum þegar við fórum tvær í helgarferð til Alcoy og vorum í íbúð afa og ömmu Gabriels. Þetta var að vetri og kuldinn í óupphitaðri íbúðinni, hátt uppi í fjöllum var skelfilegur. Ýmislegt skemmtilegt gerðist sem leiddi til þess að við kölluðum okkur herfur og nú hefur ein herfa bæst í hópinn, litla Tara Kristín. Það er mikill heiður að fá inngöngu í herfuklúbbinn!!! 

Ég er búin að eignast nýjan lesanda sem farinn er að kommenta á bloggið. Þetta kom mér mjög á óvart þar sem ég gerði ekki ráð fyrir að fólk dytti inn á mína síðu, en velkominn vertu.

Nú kveð ég í bili.

Fært undir . 1 ummæli »

Farastjóraleikur.

Ég hef ekki haft tíma til að blogga um hríð því ég fór að vinna sem farastjóri;-) Bara í tvær vikur, en það er alveg nóg. Er að þjálfa nýiða til starfsins ásamt því að vera ábyrg á því að hjólið snúist. Það kom mér dálítið á óvart þegar gamla stressið náði tökum á mér, gerði mér ekki grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að ég vinn alltaf of mikið í þessu starfi. En, hvað um það. Nú þegar klukkan er að verða 18.00 á sunnudegi er ég á förum af skrifstofunni þar sem ég er búin að vera síðan í morgun, ég nefnilega tók mér ekki frí frá ESPIS til að fara í farastjóraleikinn, svo bæði störfin hafa tekið upp daginn í dag.

Við vorum í Eurovision partý í gærkvöldi hjá Birgittu og Helga vinum okkar, mjög gaman og við vinkonurnar lögðum báðar til matinn. Eurovision er nú bara fyndnasta fyrirbæri sem ég hef séð, en skemmtilegt að fylgjast með þegar stjórnmálin færast yfir á léttari sveiflur. Ísland var mjög gott.

Sigga Rúna tengdadóttir mín á afmæli í dag!!! hún er 30 ára:-) Til hamingju gulið mitt.

Fært undir . 3 ummæli »

Magnaður kvöldverður.

Alveg fór kvöldið öðru vísi en ég átti von á. Gabriel hringdi áður en hann kom heim og sagði að vinurinn sem von var á í kvöldmat kæmi með vinkonu með sér. Gott og vel, ég þurfti því að úndirbúa “para” kvöld í stað þess að hafa tvo karla á terrasinu borðandi saman og ég kíkjandi af og til á þá. Maturinn var reyktur lax, grafinn lax+sósan, hangikjöt, íslenskur kavíar, harðfiskur, flatkökur og brauð sem ég bakaði í morgun. Ég setti líka paté og bláberjasultu og multe sultu sem ég keypti í Noregi í fyrra. Gestirnir mættu með vínin því það átti líka að smakka ýmis rauðvín, og eftirréttinn, dýrindis ávaxtaköku. Eins og venjulega var mikil hrifning yfir matnum, sérstaklega þó í þetta skipti þar sem vinurinn er mikill aðdáand lax og hélt að ekki væri til betri reyktur lax en sá norski. Hann var fljótur að skipta um skoðun í kvöld. En það sem var skemmtilegast var þegar komið var að eftirréttinum. Ég átti íslenskan rjóma og skyr sem mér var fært um daginn, rjóminn var auðvitað sjálfsagður með kökunni og okkur datt í hug að bjóða líka upp á skyrið. Þetta var slíkt hitt;-) sérstaklega rjóminn. Ég áttaði mig fyrst á því í kvöld að Spánverjar þekkja ekki ferskan rjóma, hér er bara G-rjómi sem kanske skýrir það að ég hef ekki borðað rjóma frá því ég fluttu frá London. Hvað finnst ykkur um skyr og rjóma og rauðvin drukkið með??? En gestirnir okkar gátu ekki hætt að borða rjómann og fóru að blanda sultunum saman við og þótti það algert sælgæti.

Það sem mér þykir magnaðast í kvöld er að ég þurfti að búa 14 ár í burtu frá Íslandi og fatta þá loks hina hreinu mjólkurvöru sem þar þykir sjálfsögð.

Þetta er álíka og ávextirnir sem við tínum af trjánum og smakkast svo mikið betur en þeir sem fást t.d. á Íslandi því okkar ávextir hafa aldrei komist í snertingu við eitur og rotvarnarefni.

Svo nú fer ég í háttinn með rjómabragð í munninum, ég hafði alveg gleymt hvernig hann smakkast:-)

Fært undir Matur. 3 ummæli »

Föstudagsmorgun.

Ég er heima í dag:-) var reyndar heima eftir hádegi í gær líka og hvílík sæla. Í gærmorgun sótti ég í pósthúsið pakka sem beið mín, það voru 5 Gestgjafablöð. Ég er áskrifandi Gestgjafans og hafði bara fengið fyrsta tölublað ársins svo ég hringdi á skrifstofu þeirra og yndsleg ung kona fann út að eitthvað hafði heimilisfang mitt skolast til hjá þeim, svo hún bauðst til að senda mér þau blöð sem mig vantaði. Æði. Þar sem ég þurfti að fara 2 ferðir á heilsugæsluna í gærmorgun hafði ég blöð með mér og eftir að heim kom gleymdi ég mér í þessum himnesku blöðum.

Nú í morgun (kl. er 10,00) er ég búin að horfa á fréttir, lesa mbl.is og nokkur blogg, strauja, setja í þóttavél og hnoða í 3ja korna brauð sem er í hefun. Ekki að ég sé neitt að monta mig;-)heldur bara leyfa ykkur að njóta með mér. Það er hreint ótrúlegt hvað það er dásamlegt að mega vera heima og gera það sem mann langar til. Þetta væri ekki svona skemmtilegt ef ég þyrfti a þrýfa…hér kemur kona einu sinni í viku og sér um þá deild og hún er hreint frábær. Allt gler í gluggum pússað, terrasið þrifið eins og um stofu væri að ræða ofl. Þetta er rússneks Babuska sem hefur unnið hjá okku í nokkur ár við þrif íbúða. Birgitta vinkona mín ætlar að koma í hádegismat til mín og Gabriel er búin að bjóða vini sínum í kvöld, í íslenskan reyktan og grafinn lax, hangikjöt og flatkökur, og Brennivín. Ætli ég læði ekki einhverju fleiru á borðið. Þeir fara trúlega síðan út að hitta fleiri karla og hafa gaman…

Ég var aldrei farin að segja ykkur frá gróðurhúsaferð okkar hjóna. Það eru komnar einar 3 vikur síðan við skelltum okkur á laugardegi og keyptum blóm og plöntur. Jarðaberja plöntur standa nú í röð í löngum potti og erum við farin að fá nokkuð af berjum, 2 stykki flott kirsuberjatómata tré/plöntur og er heilmikið af tómötum orðnir rauðir. Á eftir ætla ég að tína þá fyrstu í salatið okkar Birgittu. Ýmis konar krydd plöntur keyptum við líka, svo nú er lífið eins og áður, við förum út á terras eftir kryddum og fleiru í salötin og matargerð. Nú og blóm, blómstrandi fallegum litum.

Það eina sem ég get nöldrað yfir í dag er veðrið, það er ekki alveg að gera sig. Hann getur ekki ákveðið hvort hann ætlar að rigna eða hleypa sólinni að. Í morgun skein sól, núna er grátt og komin smá vindur. En nú þarf ég að  halda áfram með brauðgerðina.

Eigið góðan dag:-)

Fært undir . 2 ummæli »

Andlaus bloggari.

Eitthvað er ég búin að vera andlaus síðan ég datt um daginn. Ég hef átt anstyggilega viku þegar kemur að fætinum. Gaf mér auðvitað ekki tíma til að vera heima einn dag, svo allt sem ég hafði upp úr því var að bólgna og bólgna og horfa eftir marinu færast niður eftir fætinum. Á sunnudaginn tók svo sárið upp á því að opnast aftur og er ég nú á leið til læknis í eftirmiðdaginn. Það skemmtilegasta í þessari sögu eru komment samskipti Siggu Rúnu (kökuskrímslisins) og mín neðan undir hrakfallabálkinum. Sigga systir sneri sig illa á ökla (og má lesa um það í kommentunum). Hún þurfti að fara í myndatöku í dag til að athuga hvort brot á ökla hafi raskast, svo við systur erum jafn valtar á fótunum. Undir áhrifum eða ekki;-)

Annars var helgin fín, ég sat með fótinn hátt og horfði á sjónvarp, las og vann í tölvunni. Eldaði reyndar á laugardagskvöldið fyrir okkur og strákana, það var mjög gaman. Svo bara horfði ég á meira sjónvarp…

Við sáum nokkrar góðar myndir hjónakornin, ein stóð upp úr, Mr. Brooks. Hreint ótrúlega vel gerð mynd um stórlax í viðskiptum sem er geðklofi. Kevin Costner, Demi Moore og William Hurt. Mæli með henni.

Rigningunni lauk um helgina, en mikið eru allir glaðir að hafa fengið vatn í vatnsbólin og á jörðina. Það er slík vöntun á vatni hér í Valencia héraði. Og ekki bara hér. Í morgun sigldi geysi mikið tankaskip inn til Barcelona fullt af vatni. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist og von er á öðru seinna í vikunni. Allar þessar sundlaugar, hótel og allt það sem tilheyrir stærstu atvinnugrein landsins tekur sinn toll.

En, lífið á Spáni er yndislegt.

Fært undir . 1 ummæli »

Hrakfallabálkur.

Það fer nú að verða árlegur viðburður hjá mér að slasa á mér fæturna. Sem betur fer þó bara annan í einu, nema með einni undantekningu sem ég bloggaði um. Það var fyrir nokkuð löngu þegar ég var á leið niður stiga með sonarsyninum og mömmu hans hér í byggingunni að ég tók á loft rétt eins og ég væri Superman. En í fyrradag var ég að tipla á háum hælum (sem er ekkert nýtt) niður hallan frá skrifstofunni okkar og hvað? Rann á öðrum hælnum og steyptist í götuna. OG…eins og alltaf verður meira úr meiðslunum en ég held í fyrstu. Skurður og blóð, ég þreif það á skrifstofunni þar sem við höfum sjúkurakassa og dittaði að handlegg og lófum sem reyndu að bera fallið. Í gær var ég svo eins og 100 ára í hreyfingum, handleggirnir og bakið fengið meiri slynk en ég gerði mér grein fyrir. OK, en í dag? Komin með ígerð eina ferðina enn og fóturinn er eins og fílafótur. Ég baða og baða blessað hnéð úr sótthreinsandi og ber bólgueyðandi á fótinn því ekki ætla ég að þurfa að fara á spítalann né missa úr vinnu;-)

Og, þetta er ekkki nóg, það er búið að hellirigna í allan dag. Vöknuðum um kl. 05.00 í morgun við slíkar þrumur að halda hefði mátt að verið væri að gera sprengjuárás á húsið. En nú hefur stytt upp og vonandi skýn sólin á morgun, ef ekki, þá hefur gróðurinn og vatnsbólin gott af rigningunni.

Nú ætla ég að hætta að kvarta og fara í rúmmið, Gabriel fór á fund í Valencia í eftirmiðdaginn og kemur varla heim fyrr en seint. Svo, góa nótt elskurnar mínar.

Fært undir . 7 ummæli »

Vaktarlok.

Jæja, þá er komið sunnudagskvöld og ég búin að vera á vakt um helgina. Haft meir en nóg að gera. Fékk m.a. stóran hóp manna (Breta) í dag sem eru komnir í vikufrí, m.a. til að spila golf. Þeir leigja 9 íbúðir hjá okkur og er það auðvitað hið besta mál, en það sem er svo skemmtilegt við þetta er, að ég er komin í gamla hlutverkið aftur. Þ.e. að skipuleggja afþreyingar og loka hófið þeirra sem verður á laugardagskvöldið kemur. Þá verða þeir með verðlauna afhendingu og fleira skemmtilegt. Það er ótrúlega gaman að standa í þssu, redda rútum til og frá golfvöllum, setja upp kvöldin fyrir þá og panta borð hér og þar. Fá tilbreytingu af og til.

Við vorum þó svo heppin að ég gat tekið spænskan matartíma í dag, svo við buðum Gaua sem er “grasekkill” þessa dagana í mat á spænskum veitingastað sem við höldum mikið upp á og er á ströndinni. Borðuðum Paellu sem aðalrétt. Smotterí á undan eins og vaninn er hér og eftirrétti. Drukkum mjög gott hvítvín frá uppáhalds héraðinu okkar, Ribero del Duero.

Binni og Guðjón eldri eru á Íslandi eins og ég hef kanske sagt áður, Binni kemur heim á miðvikudaginn en GÓ verður nokkrar vikur, allt óráðið um það.

Nú er ég að hugsa um að skríða í rúmmið, þreytt eftir hlaupin um helgina. Ó, mig langar svo að fara að komast í burtu eina helgi. Er að stinga því að Gabriel að fara til Zaragoza í sumar þegar búið verður að opna EXPO. Hann tekur bara vel í það:-)

En þar til verðum við á okkar stað, hægt að ganga að okkur hér.

Góða nótt.

Fært undir . Engin ummæli »

Frídagur Verkalýðsins.

Það er nú orðið nokkuð síðan ég bloggaði. Það var um sólbaðsdaginn sem ég átti á terrasinu mínu, laugardaginn var.

Við fórum í gróðrarstöðina, keyptum jarðaberjaplöntur, tómataplöntur, ýmsar kryddplöntur og blóm. Ég átti svo skemmtilegan sunnudag í moldarleik, umpottaði og gróðursetti. Trén hins vegar mega ekki vera flutt milli potta fyrr en í febrúar á næsta ári. Þá er bara að hugsa mjög vel um þau þar til, með áburði og ást.

Strákarnir, GÓ, GB og Binni komu svo í mat á sunnudeginum og þeir spiluðu eins og vaninn var einu sinni. Sú var tíðin að við grilluðum alla sunnudaga og þeir spiluðu. Síðan hefur margt gerst í fjölskyldunni sem setti pásu á spilamennsku og matarveislur. Og svo er enhvernveginn svo erfitt að byrja aftur, rétt eins og líkamsræktin:-)

En Guðjón Ó. og Binni fóru til Íslands í gær svo þeir ákváðu að þetta gengi ekki lengur, það yrði að spila einu sinni áður en þeir færu. Skemmtilegur dagur. Þeir spiluðu, ég lék mér við plönturnar.

Núna er Gabriel að kveikja á grillinu. Ég lagði íslenskan lax í marineringu í dag og er búin að steikja hvítan, sætan, spænskan lauk, kúrbít, sveppi og kartöflur, kryddaði með kryddi lífsins. Svo nú er bara að bíða eftir að  fiskurinn verði tilbúinn og rauðvínið opnað!!!

Smá viðbót. Maturinn og vínið heppnaðist extra vel. Sátum á terrasinu til kl 20.30, ég á hlýrabol og nutum lífsins. Nú er byrjuð bíómynd í sjónvarpinu og við farin í gláp-gírinn;-)

Fært undir . Engin ummæli »