Varnarlaus Spánn.

Mér datt í hug þegar ég sleppti fyrri færslunni í loftið að í gær var ég í pásu með Gaua og Binna. Umræðuefnið eins og oft áður, politík. Gaui, auðvitað rasandi yfir ríkisstjórninni og ólétta varnarmálaráð-frúin. Hvað gerist þegar hún fer í fæðingarorlof??? Portugalir ráðast inn í Spán og yfirtaka okkur, þeir hafa alltaf viljað drottna yfir Iberiusaganum;-)

Sem sagt, þegar varnamálaráð-frúin okkar fæðir barn förum við í stríð.

Fært undir . Engin ummæli »

Vínsmökkun og helgi.

Föstudagseftirmiðdgur, klukkan er 17.00 hjá mér, 15.00 hjá ykkur. Þetta hefur verið freka léttur föstudagur eða þannig. Ekki eins mikið að gera og oft áður. Við erum á leið í vínsmökkun hjónin, nokkuð sem við erum boðin til misjafnlega oft. Ég hef bloggað um kunningja okkar sem er úr víngerðarfjölskyldu hér í nágreninu, þessi sama fjölskylda á súpermarkaði í tveim bæjum við Benidorm. Annar þeirra Super La Nucia er allra fínasti súpermarkaðurinn á svæðinu, ekki bara eru þeir með vöruúrval fyrir allan heiminn heldur líka þennan stórkostlega vínkjallara þar sem hægt er að finna öll möguleg (og ómöguleg) vín. Við höfum keypt þar vín frá 1970, sérstakt vín sem hefur reynst mjög gott, en auðvitað er það alltaf happdrætti með svona gömul vín, sumar flöskur eru ónýtar aðrar sem betur fer ekki. Í vínkjallaranum er líka dýrindis aðstaða til að halda mannamót, eins og vínsmökkun.

Hjá þeim hefur Gabriel keypt sér japanskt nautakjöt sem heitir “kobe” og mun vera fínasta nautakjöt sem finnst. Nógu var það dýrt, ég næstum skildi við hann. Yfir 10.000 kr. smá biti fyrir einn mann.

Við erum sem sagt boðin í vínsmökkun hjá þeim á eftir, svo ég ætla að fara að ganga frá tölvunni og pakka niður fyrir helgina.

Heyrumst á morgun.    

Fært undir . Engin ummæli »