Litla systir 50 ára!!!

Sigga litla systir mín, situr úti í götu…Svona hefst skemmtileg vísa sem mikið var sungin á mínu heimili og þá meina ég ekki bara í foreldrahúsum heldur líka þegar ég var með strákana litla.

En Sigga litla systir mín er 50 ára í dag, til hamingju dúllan mín. Hún heldur upp á afmælið í Kaupmannahöfn og hefur það örugglega mjög skemmtilegt.

Það er líka þjóðhatíðardagur Stóra Bretlands í dag. Drottningin fæddist þennan dag, en opinber afmælisdagur hennar er 14. júní sem er afmælisdagurinn minn. Svo við systur tengjumst Bretlandi ansi vel.

Er á leiðinni heim úr vinnu og ætla að eiga rólegt kvöld, gráta yfir mynd sem ég veit ekki hvað heitir á ensku né íslensku, en er víst nokkuð þekkt og mjög sorgleg.

Hasta luego.

Fært undir . 5 ummæli »