Komma-lunch.

Ég bloggaði í morgun en þegar ég ætlaði að vista færsluna var netið niðri.

Við vorum sem sagt boðin til hádegisverðar hjá flokknum mínum, mjög skemmtilegt, algjör útilega, grillað og allir sóttu drykkina í tunnur. Frábær dagur í sól og hita.

En Gaui minn hafði þetta að segja; “Nú já, bara komma veisla”, hann reynir að stríða mér endalaust á þessu komma dæmi. Segist búa í komma landi og vera oriðin minnihlutahópur, 9 konur á móti 8 körlum í ríkisstjórn. Hann hefur gaman að þessu, er vinstri maður í hjarta sínu þó hann hafi aldrei kosið.

Komin nótt hjá mér, sofið vel.

Fært undir . 2 ummæli »