Bloggtími.

Ég sit hér í vinnunni og ætti að vera að gera allt annað en blogga. En í gærkvöldi eftir að ég kom heim og hafði hroft á fréttirnar var ég í slíku stuði til að blogga, nema… tölvan var í vinnunni. Það var skemmtileg sjón að sjá nýja varnarmálaráðherrann/rákonuna komna 7 mánuði á leið tala yfir hernum og ganga svo og kanna varðlínuna eða hvað sem það heitir. Hún tók sig mjög vel út, enda ung og falleg kona. Ekki það að við hinar sem erum ekki lengur á fertugsaldrinum séum ekki ungar og fallegar, en það er bara svolítið skrítin tilhugsun að ef börnin mín væru spænsk þá kanske væri einhver þeirra orðin ráðherra í ríkisstjórn lands sem telur yfir 50 miljónir íbúa. Ekki slæm frammistaða það, 3 af 9 kvenn ráðherrum eru milli 30 og 35 ára. Í fréttunum kom einnig fram að í ráðherranefnd NATO hefðu einungis verið 3 konur þar til í fyrradag að okkar kona bættist í hópinn. Hinar voru frá Íslandi, Noregi og Tékklandi, talið upp í þessari röð. Það þandist út á mér brjóstið, nú á ég 2 konur hjá NATO. 

En nú ætla ég að vinna svolítið og fara svo í eftirmiðdagspásu með sonum mínum.

Fært undir . 1 ummæli »