Seinna á laugardagskvöldi.
12. apríl 2008 — spanjolaReyndar er klukkan komin yfir miðnætti og því komin sunnudagur, en “so what”. Við áttum yndislegt kvöld með íslenskum kunningja okkar og Guðjóni Ó. Borðuðum á veitingastað hótels í Altea sem er í eigu góðrar kunnngjakonu Gabriels. Þorey, eitthvað fyrir þig!!! Konan sem ég þekki líka ansi vel er apotekari að mennt, átti apotek í miðbæ Benidorm og datt í hug að selja og kaupa hús til niðurrifs í gamla hluta Altea og byggja þar hótel. Tókst stórkostlega vel. Ég ætla ekki að fara í gegnum matseðilinn sem er mjög skemmtilegur heldur nægir að segja frá ummælum GÓ, að hann man ekki eftir að hafa fengið svona sérstakan og góan mat á Spáni.
Ég var að frétta að farið er að selja Don Simon sangríu á fernum á íslandi. Gott og vel, þetta er ágætis sangría, sú besta á fernum hér, enda er Don Simon besta fyrirtækið þegar kenur að fernudrykkjum, hvítt, rautt, rósa, sangría. Ég reyndar kaupi mjög sjaldan svona drykki, en einn drykkur frá þeim er mjög góður og kaupum við hann á sumrin, hann er kallaður Tinto de veranó, rauðvín sumarsins. Auðvitað erum við þeirrar skoðunar að við gerum allt betur en Don Simon, en hann er góður til að hafa í ísskápnum á sumrin. En mér ofbýður verðið sem þið eruð að borga, 800+ og hér kostar fernan 1,55 evrur og þykir dýr fyrir fernudrykk. En þið hafið náttulega öll svo há laun.
Ég er að missa augnlokin, þau eru að draga fyrir svo ég er farin í rúmmið og má sofa fram eftir (til ca. 09.00)
Munið eftir lesenda No. 2000.
Góða nótt.