Söngleikja kvöld.

Loks rann upp kvöldið sem ég var búin að bíða lengi eftir. Sum ykkar hafa örugglega getað hlegið með/að okkur hjónum eftir bloggið mitt 4. mars þar sem ég sagði frá ferð okkar í tónleikahöllina í Altea þar sem við áttum miða á Fama, eða Fame á ensku. Öll þekkjum við þessa frábæru framhaldsþætti sem voru í sjónvarpinu fyrir löngu, þættir um ungt fólk sem stundaði nám í leiklistar/söng/dansskóla og öll stefndu á frægð. Gerður var söngleikur upp úr þáttunum og hefur hann farið sigurför um heiminn. Hér hefur hann verið á fjölunum í Madrid lengi en svo kom að því að farið var í farandsferð. Hér hafa þau verið í 3 daga og haft 2 sýningar á dag. Við vorum sem sagt löngu bún að kaupa miða á sýninguna í kvöld en mættum 3. mars, vorum ekki alveg að fylgjast með því sem við vorum að gera, ákafinn var slíkur að sjá sýninguna. Fórum sem sagt í kvöld og hvílík sýning. Ég er enn með tár í augunum og upp terndruð þetta var svo flott. Alveg frábær sýning.

Gabriel eldaði einn af uppáhalds réttum mínum í dag, réttur frá Alcoy hans heimabæ og borðuðum við áður en við fórum í leikhúsið. Rétturinn er fylltar rauðar stórar paprikur með hrísgrjónum, ferskum túnfisk, kryddi og tómate frito. Hrísgrjónin steikir hann með hvítlauk, fiskinum og kryddi, fyllir svo paprikurnar, pakkar þeim i álpappír og sýður í hraðsuðupotti. Af einhverri ástæðu var rétturinn betri í dag en nokkurn tíma áður. Þannig upplifði ég hann allavega. Stórkostlegt, og gott rauðvín með. Síðan tókum við stutta síestu áður en við fórum í leikhúsið. Gef ykkur uppskriftina fljótlega, það er líka hægt að nota kjúkling eða svínakjöt í staðinn fyrir túnfisk og þessi réttur þekkist aðeins í Alcoy.

Ég fór í gærkvöldi á flugvöllinn að sækja Ásthildi æskuvinkonu mína úr barnaskóla. Hún kemur og hingað reglulega til að eyða tíma í hitanum því hún er sjúklingur og líður vel hér.

Varð að gera hlé á færslunni því ég fékk símtal og þurfti að fara með Ásthildi á spítala, hún var farin að bólgna mjög og roðna á öðru fætinum svo hún var lögð inn og á morgun sjáum við hvað kemur út úr ransóknum. Klukkan er orðin rúmlega 03.00 og ég ætla að fara að sofa.

Fært undir . Engin ummæli »

Breyttur tími.

Elskunar mínar ég bara verð að láta ykkur vita að á sunnudagsmorgun þegar þið vaknið verður tíminn hjá mé 2 klst. á undan Íslandi. Svo í sumar, ekki hringja í mig kl. 22.00 því þá verður miðnætti hjá mér og ég sofnuð. Þetta gildir fram í oktober. Annars þykir mér skemmtilegt að segja ykkur sem haldið sumardaginn fyrsta í kringum 21. apríl að hér er fyrsti sumardagur í júní og skemmtilegur málsháttur segir að menn eigi ekki að fara úr jakkanum fyrr en 40. maí. Sem er hvað??? 9. júní, þá eru menn orðnir vissir um að sumarið er komið. Mér finst svo skemmtilegt hvað siðir og venjur landa eru misjafnar að ég tali nú ekki um ástæður þessa. Var að segja við Gabriel að nú færi ég í farastjóra leik og færi að segja sögur á blogginu. Ó my God…

Fært undir . Engin ummæli »

Framhald af hryllingssögunni.

Ekki ætla ég að fara í smáatriði sögunnar úr síðasta bloggi, en nú er búið að birta opinbera sögu frá lögreglunni og er hún ekki eins og blöðin höfðu sagt frá. Ungi maðurinn var á skellinöðru og lenti í ákeyrslu við bíl, datt í götuna og aðvífandi bíll sem kom á móti tók hann með sér, fötin hans festust í bílnum. Ensku hjónin höfðu ekki fyrir því að stoppa heldur héldu áfram og út á sveitaveg þar sem þau reyndu að losa aðskotahlutinn undan bílnum með því að keyra fram og til baka um stund. Ekki nánari lýsing frá mér. Stúlkan sem lenti í ákeyrslunni leitaði að piltinum ásamt aðvífandi ökumönnum og enginn skildi hvað orðið hefði um hann. Hringt var á lögreglu og sjúkuralið sem mættu á staðinn, stuttu síðar hringdi maður sem hafði verið úti að ganga með hundinn sinn og sagðist hafa gengið fram á slasaðan eða látinn mann. Þegar sjúkuraliðið mætti á staðinn var sá ungi enn með lífsmarki en það stóð stutt. Ekki fundust ensku hjónin fyrr en á mánudeginum eftir að öryggismyndavélar höfðu verið grandskoðaðar, m.a. eru þessar myndavélar stylltar þannig að öll bílnúmer sjást greinilega. Hjónin voru heima hjá sér en ekki á bar í Benidorm, höfu verið að reyna að skipta um númeraplötu á bílnum og könnuðust ekki við neitt. Í gær mættu þau fyrir dómara á Benidorm og höfðu sitt hvora söguna að segja, myndir af þeim hafa nú verið birtar í blöðum og sjónvarpi. Allir sitja í sjokki, þetta er svo ómanneskjulegt, svona gerist bara í bíómyndum þar sem mafían er að leika sér. Það er eins hér og á Íslandi að samhugurinn er sterkur.

Ég er ekki að segja þessa sögu til að hrella nokkurn mann, og dreg mjög úr lýsingum. Það er bara svo ótrúlegt að svona geti gerst, og enn ótrúlegra að það gerist í næsta húsi við mann sjálfan.   

Föstudgskvöld og helgin fram undan. Ekki verður hún mjög róleg, en ég vonast til að geta legið í rúmminu að minnsta kosti fram til 09.00 í fyrramálið. Að ég nefni nú ekki veðurspána, ég yrði vel brún ef ég hefði tíma til að liggja svo sem eins og 1-2 tíma í sólbaði. Lengi má maður dreyma :-)  Ég skreytti stofuna fyrir páska og stefni í að ganga frá því á morgun, annars er svo fallegt að horfa á þetta fallega páskaskraut, það er einhvern veginn svo miklu glaðlegra en t.d. jólaskrautið sem ég hélt að væri mitt uppáhalds skraut. Kanske hafa synir mínir rétt fyrir sér, ég er mikið fyrir að skreyta í kringum mig.

Sigga systir sendi mér frábæran kjúklinga/pasta rétt í dag. Ég ætla að prufa hann um helgina með soja-kjöti og gef ykkur svo báðar uppskriftirnar.

Fært undir . Engin ummæli »

Ekki fyrir viðkvæma!!!

Fyrirsögnin er sönn, sagan sem ég ætla að segja ykkur er ekki falleg.

Sl. föstudag, þ.e. Föstudaginn langa varð ungur maður (17 ára) fyrir því að lenda í árekstri á hringtorgi hér fyrir ofan Benidorm. Þar sem hann stendur fyrir utan bílinn sinn kemur annar bíll aðvífandi og keyrir á drenginn. Ekki var sá að stoppa heldur keyrir áfram og með unga manninn fastan undir bílnum. Einhverjum 2 km. seinna losnar líkami hans undan og finnst í götunni, látinn auðvitað. Þökk sé miklum fjölda eftirlits myndavéla á öllum hringtorgum hér og götum, tókst lögreglunni að finna nokkra bíla sem gætu hafa átt hlut að máli. Við nánari skoðun töldu þeir sig hafa fundið þann rétta og kölluð er út leitarsveit. Bílinn finnst í breska hverfinu í Benidorm og eru eigendurnir, miðaldra, vel drukkin hjón að hamast við að skipta um númeraplötu þegar lögreglan kom að. Ekki könnuðust þau við að hafa lent í neinu óhappi, þaðan af síður slysi. Þegar þau voru svo spurð um líkamsleifar sem fundust fastar undir bílnum, rámaði þau í að hafa keyrt á hund einhvern daginn. Nú þau voru handtekin og flutt í fangelsi og við erum enn að fylgjast með þessari hrylings sögu í sjónvarpi og blöðum. Einhvern vegin finnst mér svona fólk eigi að vera lokað inni fyrir lífstíð.

Fært undir . 1 ummæli »

Gleðilega páska.

Aldrei of seint að óska gleðilegra páska, enda bara 2. í páskum í dag. Ég ætlaði að blogga páskakveðjuna sl. miðvikudag en hafði ekki tíma. Ég sem sagt hoppaði til London þann dag og kom heim í gærkvöldi. Fór til að hitta mömmu, Siggu systir og hennar fjölskyldu. Mamma vissi ekki að ég myndi koma og varð auðvitað mjög undrandi, svo, að hún hélt að hún sæi ofsjónir. Blessunin stóð og horfði í kringum sig eins og til að ath. hvort allt væri eins og það ætti að vera. Ég var ekki hissa þó hún héldi sig skrítna því hún var búin að vera veik fyrir ferðina og alls ekki búin að jafna sig þegar við hittumst. Hún hins vegar náði sér þokkalega vel því fyrsta daginn lá hún í rúmminu sem gerði henni mjög gott. Ég sat hjá henni megnið af deginum og við spjölluðum mikið, auðvitað gaf ég henni frí til að sofa á milli en þetta var dýrmætur dagur fyrir okkur báðar. Um kvöldið fórum við svo tvær að borða saman, borðuðum á mjög góðum ítölskum veitingastað rétt við hótelið. Við gerðum margt skemmtilegt, ýmist við tvær, systurnar og mamma eða hópurinn saman. Heimsóttum staði (pubba og veitingastaði) sem pabbi hafði haldið upp á og þau farið saman á þegar þau voru í London, en þær voru ófáar ferðirnar sem þau fóru þangað með vinum sínum eða okkur krökkunum, nú eða tvö ein. Nú eru hins vegar 10 ár frá því mamma kom síðast til London, hún kom tvisvar það árið og pabbi var með. Reyndar vorum við þá öll fjölskyldan, Þórður og Kristín, Sigga og Guðjón komu með mömmu og pabba en ég bjó í London á þessum tíma. Við vorum að halda upp á stórafmæli þeirra, mömmu í apríl og svo pabba í nóvember. Það varð síðasta utanlandsferð pabba og vel við hæfi að það skildi vera Lundúnarferð því London var uppáhalds borgin hans. Hann var alltaf eins og enskur Lord, öll hans framkoma var slík og þegar hann kom til Englands var eins og hann hefði búið þar alla tíð. Margir eru veitingastaðirnir sem hann og mamma kynntu fyrir okkur krökkunum.

En ferðin núna var sem sagt hin skemmtilegasta frá upphafi til enda. Ég verslaði nánast ekkert, enda ekki komin til þess. Eyddi þó góðum tíma í bókabúð og keypti nokkrar bækur og kort. Keypti líka í sömu búð ástarspil handa okkur hjónum, það heitir The Love Lottery. Ég er nú bara rétt farin að kíkja á það, þetta eru spjöld með skemmtilegum fyrirmælum og teningurinn er flatt hjarta. Leikreglurnar kann ég ekki enn, en mun ef til vill segja ykkur frá þeim seinna   ;-)

Sólin skýn hér eins og 300+ daga á ári en hins vegar er mikill vindur. Hann ýlfrar í gluggum og hurðum, ekki beint hvetjandi að fara út en ég verð að fara á skrifstofuna svo sem eins og 2 tíma í dag. Gabriel er farin út, það eru að tæmast nær allar íbúðir núna því fólk er að týja sig heim eftir páskafríið. Í fréttunum í morgun var sagt að 55 hefðu látist í umferðinn það sem af er páskum en það mun vera 44 færri en í fyrra. Vonum bara að engin deyji í dag því umferðin verður gífuleg.

Njótið nú öll síðasta frídagsins að þessu sinni. Svo er bara að láta sig hlakka til þess næsta.

Fært undir . 2 ummæli »

Mánudagur eftir Pálmasunnudag.

Ég hef ætlað að skrifa sl. daga en annir komið í veg fyrir það. Ég var á helgarvakt og svo erum við 2 færri á skrifstofunni en í fyrra, ætlum reyndar að halda því þannig en það kostar meiri vinnu.

Á föstudagskvöldið var vorum við boðin í gala, sjónvarpsstöð hér á Benidorm var að halda upp á 1 árs afmæli. Þetta var bara hin ágætasta veisla. Ekkert meir um það að segja. Ég átti von á gestum milli 23.00 og miðnættis en maðurinn hringdi rúmlega miðnætti og sagði að seinkun hefði verið á vélinni og hann væri á leið frá Valencia!!!!!!!!!!!!!! Ég bað hann blessaðan að hringja þegar hann væri að koma inn í Benidorm og það gerði hann kl 03.00. Þoka hafði komið í veg fyrir að hægt var að lenda á Alicante og því farið til Valencia. Alla vega, maðurinn komst í rúm, svo og við hjónin.

Laugardag fórum við í vinnuna fram yfir hádegi, horfðum á sjónvarp og drifum okkur svo aftur í bæinn um kvöldið. Það er svo mikið um að vera, flugeldasýningar á kvöldin, skrúðgöngur þar sem fólk er klætt í “þjóðbúninga” og margt fleira. Það fer ekki á milli mála að fólk flykkist í bæinn, núna er ekki hægt að keyra á hægri akgrein því hún er notuð sem bílastæði. Alls staðar er fólk, meir að segja að baða sig í sjónum.

Ég ætlaði að vera í fríi í dag til að gera ýmislegt heima fyrir páskana, að því ónefndu að Sjöfn ugla og Jón maður hennar eru að koma í heimsókn á morgun. Þau eru í fríi hér rétt hjá og ætla að eyða deginum með okkur. Ég er sem sagt er EKKI í fríi í dag og nú þegar þetta er skrifað er klukkan 20.39. Í fyrramálið ætla ég að reyna að vera í fríi og redda því sem reddað verður. En ekki má ég kvarta því við erum svo bókuð þessa daga, meir að segja yfirbókuð. En því redduðum við með hjálp vinar sem á samskonar fyrirtæki. Fengum eitt stykki íbúð hjá honum.

Við horðum á mynd í gærkvöldi sem heitir La ciudad de los desaparecidos, Borg hinna horfnu. Myndin er byggð á sannsögulegum heimildum, sannri sögu og fjallar um stúlkurnar sem horfið hafa og margar fundist myrta í borginni Juarez í Mexikó. Myndin er mögnuð, ef þið hafið ekki öll séð hana þá út á leigu núna og náið í hana. Við vissum ýmislegt áður en við horfðum á myndina því hér hefur verið skrifað um þetta hræðilega mál og heimildarmyndir verið gerðar. En þess mynd er með Jenifer Lopez og Antoni Banderas. 10 stjörnur.

Fært undir . 3 ummæli »

Páskar, Julio Iglesias ofl.

Benidorm er á fullu við að undirbúa páskahelgina. Búist er við tugþúsundum manns eins og venjulega. Ekki skemmir veðrið fyrir, í dag 27C og glampandi sól. Við hjá ESPIS erum yfirbókuð fyrir páskana, þurftum að fá íbúðir hjá öðrum, mjög gott mál. Margt verður til skemmtunar eins og alltaf, skrúðgöngur, brennur ofl. Ég verð í burtu um páskana, segi ykkur frá því seinna, en restin af fjölskyldunni verður hér. Ég á vakt um þessa komandi helgi (mjög mikið að gera alla helgina) og annað kvöld erum við boðin í gala dinner. Spurning hvort ég þarf að skjótast burt til að hleypa inn gestum, eða hvort ég get notið kvöldsins. Kemur í ljós. Gabriel á svo vaktina um páskana. ha,ha,ha. Og ég í burtu í afslöppun;-)

Julío Iglesias, hjartaknúsarinn…Hann mun vera með tónleika hér í Benidorm, í tilefni þess að 40 ár eru liðin síðan hann vann söngvakeppni Benidorm sem haldin er árlega, það var 17. júlí 1968. En þessi sigur hans leiddi til þeirrar frægðar sem hann nýtur nú. Hann mun halda tvenna tónleika hér, þá fyrri í nautabanahringnum 26. april og hina seinni 26. júlí á fótboltavellinum. Hann er auðvitað hinn föngulegasti maður, eða þannig. Er giftur ungri holenskri stúlku og á með henni 5 börn, áður var hann giftur einni falegustu konu á Spáni, Isabel Preisley frá Filipiseyjum, (hún er jafn gömul mér og starfar enn sem model). Með henni á hann 3 börn, einn af þeim frægur söngvari. Ég sá Julío á tónleikum í Stokholmi þegar ég bjó þar og var lítið hrifin því hann var svo hrokafullur (að mér fannst). Pabbi hans dó fyrir 2 árum nær níutíu og tveggj ára, frægur kvenjúkdómalæknir. Sá var giftur ungri konu frá einhverju Afríku ríki og gekk hún með annað barn þeirra. Svo þetta er í ættinni að karlar eru að barna fram á dauðadag. 

En eftir heitan, sveittan dag, því ég var á þeytingi allan daginn ætlum við heim. Klukkan er orðin 21.00 og komin svefntími.

Fært undir . Engin ummæli »

Við Unnum!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Ekkert meir um það að segja á þessu stigi, en unnum stóran sigur.

Gabriel hefur verið að fá símtöl í kvöld þar sem verið er að hvetja okkur til að koma og taka þátt í fagnaðinum, en við erum löt heima og horfum á sjónvarp.

Góða nótt

Fært undir . Engin ummæli »

Kosningavaka.

Við erum að vinna stórsigur. SÓSIALISTAR, ef einhver veit ekki hvar ég stend. þó er langt eftir, bara klukkutími síðan kjörstöðum var lokað. Fyrst vorum við með hreinan meirihluta sem ekki hefur gerst lengi, núna hefur heldur minnkað forkotið en nóttin er löng…

Fært undir . Engin ummæli »

Kosningarvaka.

Og ég sem lofaði rólegri helgi!!! Ekki það að hún sé ekki búin að vera róleg í merkingu líkamlegara áreinslu og mætingarskyldu einhversstaðar. EN, það er kosningardagur í dag. OG, kosningarvakan að hefjast í sjónvarpinu. Á meðan ég bíð þá ætla ég að segja ykkur frá helginni okkar. Nú, Gabrie keyrði mig inn til Alicante í gær á námskeið í því hvernig maður á að hreinsa húðina (námskeið haldið í snyrtivörubúðinni minni). Við vorum snemma og fengum okkur snarl áður en ég þurfti að setjast við borð fyrir 4 á miðju búðargólfinu. Sé mig í anda gera svona í Reykjavik eða annars staðar þar sem hætta er á að fólk þekki mig. Ó nei. En þarna settist ég og byrjaði klukkutíma kennslustund i því að hreinsa andlitið. Mjög fróðlegt, ef ekki væri fyrir þá köldu staðreynd að ég hef mjög viðkvæma húð. Fróðlegt engu að síður. Þarna uppifði ég það að verða eldrauð í framan, flagna öll og loga í húðnni eins og ég hefði lent í eldi. En allt fór vel ég fékk sprey á andlitið til að minnka tilfinnunguna og málaði mig svo upp á nýtt. Gabriel tók ekki eftir neinni breytingu;-)

Ég hins vegar verslaði heilmikið þar sem ég var komin í þörf fyrir eitt og annað og peningalítill vetur komið í veg fyrr stótinnkaup á snytrtivörum. Þegar við komum til Benidorm stoppuðum við í Video leigunni og við indverskan veitingastað sem er mjög góður, keyptum mat til að fara með heim og horfðum á videó meðan við borðuðum og drukkum gott rauvín. 

Í morgun vöknuðum við eldhress. Fórum nokkuð hægt af stað en að lokum drifum okkur að kjósa. Morðið sem framið var á fyrrum stjórnmálamanni hér á föstudagnn hafði sett ugg að þjóðinni allri. En frábær framkoma og ræða sem 20 ára dóttir hans, sem var viðstödd aftöku föður síns, blés öllum í brjóst. Svo, bjartsýn héldum við að stað. Verst er auðvitað að ég má ekki kjósa. Er verulega að hugsa að sækja um ríkisborgararétt hér til að geta kosið. Það nægir ekki að vera með í koningarbáráttunni og daglegum stjórnmálum og mega svo ekki kjósa…Mótmæli hástöfum!!!

Eftir kosninguna stakk Gabriel upp á því að keyra inn til Alicante og borða þar. Ég varð auðvitað ofsa glöð (þetta segi eg því ég veit ekki hvort “himinly/ifandi er með y eða i) Ég þoli ekkki þetta með Y/I og ég sem alltaf var svo góð í stafsetningu. Byrjuðum a því að ganga um miðbæinn, fá okkur svo drykk og lesa morgunblöðin. Síðan keyrðum við á snekkjuhöfnina til að fá okkur Paellu sem við uppgötvuðum fyrir nokkru og er engri lík, hún er með spínati, linsubaunum og rúsínum ásamt kryddi sem hæfir þessu innihaldi. ÆÐI. Á undan fengum við aguacate og humar-salat, mjög gott, ég borðaði kálið og helminginn af “lárperunni” en Gabriel naut humarsins. Í eftirrétt skiptum við með okkur sítrónu “pai” eins og best gerist á Englandi. Með þessu drukkum við ávaxtamikið hvítvín frá Rias Baixas. Veit þið þekkið öll það vínhérað. Ég fékk kampavín með eftirréttinum en Gabriel ekki, hann fékk hins vegar kaffi eftir á því hann var keyrandi. Þegar heim kom tókum við 2ja tíma “siestu”. Bara dásamlegt.

Svo nú bíðum við eftir að kosningarvakan hefjist. Áfram Sosial-demokratar!!!!!!!!!!!!!!

Fært undir . Engin ummæli »