Bolludagur!

Gaui sonur minn “kommentaði” á síðasta blogg og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið bolludags bollur. Það er hárrétt. Óvæntar uppákomur komu í veg fyrir að ég bakaði mínar vinsælu vatnsdeigsbollur. Hins vegar var allt efni í bollugerð tilbúið í húsinu og á sunnudaginn kemur verður BOLLUHÁTÍÐ. Ég lofa því.

Guðjón er farin að sýna góðan bata, við borðuðun saman í hádeginu í dag og þar sem ég sat á móti honum við borðið og hlustaði á hann tala hugsaði ég sem svo; ef ég vissi ekki að hann er nýkomin úr svona stórri aðgerð myndi ég ekki merkja neitt. Hann er ótrúlega duglegur við að þjálfa sig með göngum, t.d. hefur gengið að heiman og hingað á skrifstofuna tvisvar og það er mikið afrek fyrir mann sem er að koma úr hjartaaðgerð. En hann segist ekki þreytast á göngunni en hins vegar treystir sér ekki til að ganga til baka. OH boy…allt hefur sinn tíma.

Ég er að hugsa um að yfirgefa skrifstofuna núna. Klukkan er orðin 20.00 og heima bíða verkefni.

Reyni að vera dugleg að blogga á næstu dögum.

Fært undir . Engin ummæli »

Sunnudagskvöld

Hér sit ég við tölvuna, á leið í rúmmið. Ég ætlaði að baka bollur í dag í tilefni bolludagsins sem er á morgun, en það hefur ekki enn orðið af því. Við Gabriel fórum út undir hádegi í dag að versla og fengum okkur svo smá að borða á eftir. Ég var búin að bjóða Guðjóni og strákunum að borða kvöldmat með okkur og hafð gert ráð fyrir að ná að baka bollur á milli. Það tókst ekki, aðalega vegna þess að það var að byrja bíómynd í sjónvarpinu þegar við komum heim, með Brus Willis og fleiri góðum. Merkilegt hvað Brus og félagar eru flinkir í spænsku. Alla vega, ég bjó til mat, nokkuð góðan held ég. Bakaði og fyllti grasker og var líka með pítur fylltar með grænnmeti og kalkúnabrjósti. Allir ánægðir og þar með var tilgangnum náð. Ég skal setja uppskriftina á graskerinu inn á næstu dögum.

Guðjón hefur auðvitað ekki sama þrótt og fyrr, en samt ótrúlegt hvað hann er duglegur, hann gengur úti á hverjumm degi og er meir að segja farin að fikra sig upp eftir fjallinu þar sem við búum. Ég veit að þetta hljómar fyrir suma eins og við höfum aldrei skilið, og ég skil vel að margir eigi erfitt með að skilja vináttu okkar, og síðan Gabríels og Guðjóns en lífið er margbreytilegt. OG, gleymum ekki að það þarf vilja allra aðila til að eiga slíkt vináttu og samvinnu samband sem við eigum. Hér eru allir hetjur, eða enginn. Allt eftir því hvernig fólk lítur á málin. 

Það er dásamlegt að vera búin að fá Gabriel aftur heim. Ég ætla að plata hann til að gefa mér fri í fyrramálið svo ég geti bakað Bolludags-bollur. Ég hef svikið það allt of oft í gegnum árin…svo bollur á morgu. 

Góða nótt.

Fært undir . 1 ummæli »

Föstudagur.

Jæja þá er vinnuvikan á enda, eða þannig. Ég fer reyndar með tölvuna með mér heim svo ég mun vinna ef á þarf að halda.

Gabriel kemur frá Madrid í fyrramálið, lendir kl. 09.00 í Alicante og ég fer auðvitað að sækja hann. Síðan hef ég hugsað mér að bjóða honum í morgunmat á huggulegum stað í Alicante ;-)

Gestgjafinn var í póstkassanum mínum í dag þegar ég opnaði hann. Fullur af rómantík og hugmyndum fyrir 14. febrúar, Valentínusardag. Ég verð að viðurkenna að síðan ég bjó í London held ég, og við, alltaf upp á þann dag. Það er líka gert hér. Einhverntíma keypti ég slatta af rauðum hjörtum, svona eins og jólaskraut, mjög flott og þetta nota ég 14. febrúar. Borðskraut, veggskraut ofl. Reyndar nota ég borðskrautið mun oftar, það er mjög fallegt að skreyta matarborð með hjörtum við hin ýmsu tækifæri.

Af Guðjóni er gott að frétta, hann er duglegur að ganga úti en þarf enn að koma daglega á heilsugæsluna. Hann biður fyrir kveðjur til allra sem hann þekkir og lesa bloggið mitt.  

Við óskum ykkur öllum góðrar helgi héðan úr dásamlegum vetri.

Fært undir . 2 ummæli »