Cara a Cara!

Í gærkvöldi var þáttur í sjónvarpinu sem þjóðin hafði beðið eftir með öndina í hálsinum. Forsetisráðherrann og keppinautur hans í kostningunun sem fram fara 9. mars hittust í kappræðum í sjónvarpinu. Þetta hefur ekki gerst í 15 ár og þótti því mikill viðburður. Búið var að auglýsa þáttinn alla vikuna á undan og aðdragandinn í gær tók klukkutíma. Spennan var í hámarki þegar þeir loks gengu í salinn með stjórnandanum. Þátturinn var mjög vel skipulagður og fengu keppendurnir 3 mínútur til að kynna sig og málefni sín og síðan 2-3 mín til að svara hvor öðrum. Þetta voru alvöru kappræður og öfugt við aðra Spánverja þá gripu þeir ekki fram í fyrir hvor öðrum. Ég horfði á þáttinn með augu og eyru glennt og hafði mikið gaman af. Gabriel tókst að sofna yfir þessu;-) Síðan munu þessir sömu herrar hittast aftur á mánudaginn kemur svo það er til mikils að hlakka.

Blöðin í morgun birtu skoðanakannir þar sem fram kom hvernig þeir hefðu staðið sig og hvor var betri. Minn maður var með töluverðan meirihluta. Kom mér ekki á óvart, en mér þótti keppinauturinn standa sig vel einnig.

Svo þetta eru samræður manna/kvenna á kaffihúsunum í dag.