Uppskriftir!!!

Sl. tvo morgna hefur tölvan minnt mig á að ég hef lofað ykkur að setja inn uppskriftina af fyllta graskerinu (sem er æði) og salatinu sem ég gerði um daginn. Salatið var nú bara eitthvað sem ég gerði án mikillar íhugunar, svona sjálfkrafa, graskerið hins vegar á uppskrift og hún er ekki á skrifstofunni. Svo ég lofa að setja þetta inn um helgina, ég fer alltaf með lapptoppinn minn heim um helgar.

Annars er helgin óskrifað blað. Veturinn hefur ekki enn látið á sér kræla hér, dásamleg sól og blíða. Það liggur við að maður skilji ferðamennina sem ganga um á stuttbuxum og hlírabol. Eitthvað munum við örugglega gera skemmtilegt, ganga um ströndina?borða á ströndinni?eða keyra upp í fjöllin og borða þar? Hver veit.

En nú erum við að fara í mat. Guðjón er í bænum, hann labbar hingað daglega sem er frábær æfing fyrir hann, og þar sem er föstudgur ætlum við öll að fara og fá okkur eitthvað gott í gogginn.

Fært undir . Engin ummæli »