Kosovó, Kúba og Castro.

Það er margt að gerast í heimsmálunum þessa dagana. Afsögn Castro kom nú ekki á óvart, blessaður er búin að vera lasin svo lengi. Mesta furða hvað hann tórir. En ég er mjög glöð með að hafa fengið tækifæri til að heimsækja Kúbu á meðan hann var enn í fullu fjöri. Spennandi verður að fylgjast með næstu vikum og mánuðum því að mér læðist sá grunur að hann eigi ekki langt eftir, og ef hann deyr þá er hægt að búast við einhverjum hreifingum á Kúbu. Ekki fyrr.

Varðandi Kosovó, þá erum við hér í vandræðum auðvitað. Spánn getur ekki samþykkt sjálfstæði ríkisins/þjóðarinnar því það væri sama og dauðadómur yfir sjálf síns pólitík. Hvað með Baskaland? Þetta er bara hérumbil sama mál. Svo nú vakna margar spurningar hér í mínu nánasta umhverfi.

Annars er ekkert eins skemmtilegt og að tala við Gaua son minn um heimsmálin, hann er eins og alfræði orðabók. Ég vissi alltaf að hann er klár í landafræði og umhverfisfræðum en hversu klár hann er í pólitík kom mér í opna skjöldu. Húrra fyrir honum. Ég mun leggja mig fram um að fá hann í pásur með mér á næstu dögum.

Annars er allt í rólegheitum hér. Sé varla karlinn því á milli þess sem hann er á námskeiðinu í Alicante sem er alla eftirmiðdaga er hann upptekinn í mat með póitíkusum. Helst að sjá hann í sjónvarpinu eða blöðum. Hann var svona líka flottur í hringborðsumræðum í sl. viku með varaforseta Spánar:-) Ég er farin að halda að hann sé að snúast á vinstri vænginn því í gær sleppti hann námskeiðinu til að sitja hádegisverð með utanríkisráðherranum sem var í heimsókn á Benidorm. Svo ábyrgð mín á skrifstofunni eykst með degi hverjum, og það er nú ekki leiðinlegt.

Í elshúsinu hef ég verið ódugleg frá því ég eldaði fyrir þann fyrverandi um  sl. helgi. Við hjónin höfum verið í salati eða samlokum. Annars gerði ég mega gott salat um daginn, man ekki hvort ég bloggaði um það. Þarf að skoða bloggið og hafi ég ekki sett það inn geri ég það á morgun. Fer ég á hárgreiðslustofuna á morgun og það tekur alltaf 2-3 tíma. Nú ætla ég að breyta um klyppingu, er orðin þreytt á Victoriu Beckham klyppingunni, svo ég greiði bara öruvísi. 

Svo eins og við segjum hér, Hasta luego!

Fært undir . 1 ummæli »