Bolla bolla.

Ég stóð við loforðið og bakaði bollur og hélt bollukaffi á sunnudaginn. Allir karlarnir+unnusta Gaua mjög ánægð. Ég lét mig nú hafa það að smakka eina, ég er sko löngu hætt að borða kökur og sætindi, reyndar mörg, mörg ár síðan. Bollurnar voru eins og í gamla daga en rjóminn hér er svo allt annar en á Íslandi og í London. Hér fæst eingöngu G-rjómi þar sem mjólkurframleiðsla Spánar er eingöngu í nystu héruðum landsins. Úrval rjóma er mikið bæði til matargerðar og þeytingar en ég mun ekki baka íslenska rjómatertu meðan ég er búsett hér.

Annars er mjög mikið að gera og gaman að vera til. Við reynum að eiga róleg kvöld heima þessa dagana. Ég var á vakt sl. helgi. Við skiptumst á hér á skrifstofunni um að sinna gestum um helgar, þ.e. taka á móti gestum og hleypa út þeim sem eru að fara. Svo ég sem sagt átti sl. helgi. Var mjög róleg svo við gátum notið sunnudagins með Guðjóni og góðri enskri vinkonu okkar, fórum á markað sem okkur þykir skemmtilegur og borðuðum hádegismat þar. Bollukaffið var svo um kvöldið. Gabriel á að vinna næstu helgi en ég tek hana fyrir hann þar sem hann ætlar að skella sér á skíði. Ég er með heilmikil plön um hvað ég ætla að gera í húsinu meðan  hann er í burtu sem verður nú bara ein nótt, en samt…ég ætla í vorhreingerningar. Er þó ekki búin að gleyma loforðinu um spænska menningu og matargerð.

Það rigndi um tíma í dag annars hefur veðrið verið eins alla daga þetta ár, sól og hlýtt. Vona að það fari að skána á Íslandi.

Fært undir . 1 ummæli »