Bolludagur!

Gaui sonur minn “kommentaði” á síðasta blogg og kvartaði yfir því að hafa ekki fengið bolludags bollur. Það er hárrétt. Óvæntar uppákomur komu í veg fyrir að ég bakaði mínar vinsælu vatnsdeigsbollur. Hins vegar var allt efni í bollugerð tilbúið í húsinu og á sunnudaginn kemur verður BOLLUHÁTÍÐ. Ég lofa því.

Guðjón er farin að sýna góðan bata, við borðuðun saman í hádeginu í dag og þar sem ég sat á móti honum við borðið og hlustaði á hann tala hugsaði ég sem svo; ef ég vissi ekki að hann er nýkomin úr svona stórri aðgerð myndi ég ekki merkja neitt. Hann er ótrúlega duglegur við að þjálfa sig með göngum, t.d. hefur gengið að heiman og hingað á skrifstofuna tvisvar og það er mikið afrek fyrir mann sem er að koma úr hjartaaðgerð. En hann segist ekki þreytast á göngunni en hins vegar treystir sér ekki til að ganga til baka. OH boy…allt hefur sinn tíma.

Ég er að hugsa um að yfirgefa skrifstofuna núna. Klukkan er orðin 20.00 og heima bíða verkefni.

Reyni að vera dugleg að blogga á næstu dögum.

Fært undir . Engin ummæli »