Sunnudagskvöld

Hér sit ég við tölvuna, á leið í rúmmið. Ég ætlaði að baka bollur í dag í tilefni bolludagsins sem er á morgun, en það hefur ekki enn orðið af því. Við Gabriel fórum út undir hádegi í dag að versla og fengum okkur svo smá að borða á eftir. Ég var búin að bjóða Guðjóni og strákunum að borða kvöldmat með okkur og hafð gert ráð fyrir að ná að baka bollur á milli. Það tókst ekki, aðalega vegna þess að það var að byrja bíómynd í sjónvarpinu þegar við komum heim, með Brus Willis og fleiri góðum. Merkilegt hvað Brus og félagar eru flinkir í spænsku. Alla vega, ég bjó til mat, nokkuð góðan held ég. Bakaði og fyllti grasker og var líka með pítur fylltar með grænnmeti og kalkúnabrjósti. Allir ánægðir og þar með var tilgangnum náð. Ég skal setja uppskriftina á graskerinu inn á næstu dögum.

Guðjón hefur auðvitað ekki sama þrótt og fyrr, en samt ótrúlegt hvað hann er duglegur, hann gengur úti á hverjumm degi og er meir að segja farin að fikra sig upp eftir fjallinu þar sem við búum. Ég veit að þetta hljómar fyrir suma eins og við höfum aldrei skilið, og ég skil vel að margir eigi erfitt með að skilja vináttu okkar, og síðan Gabríels og Guðjóns en lífið er margbreytilegt. OG, gleymum ekki að það þarf vilja allra aðila til að eiga slíkt vináttu og samvinnu samband sem við eigum. Hér eru allir hetjur, eða enginn. Allt eftir því hvernig fólk lítur á málin. 

Það er dásamlegt að vera búin að fá Gabriel aftur heim. Ég ætla að plata hann til að gefa mér fri í fyrramálið svo ég geti bakað Bolludags-bollur. Ég hef svikið það allt of oft í gegnum árin…svo bollur á morgu. 

Góða nótt.

Fært undir . 1 ummæli »