Föstudagur.

Jæja þá er vinnuvikan á enda, eða þannig. Ég fer reyndar með tölvuna með mér heim svo ég mun vinna ef á þarf að halda.

Gabriel kemur frá Madrid í fyrramálið, lendir kl. 09.00 í Alicante og ég fer auðvitað að sækja hann. Síðan hef ég hugsað mér að bjóða honum í morgunmat á huggulegum stað í Alicante ;-)

Gestgjafinn var í póstkassanum mínum í dag þegar ég opnaði hann. Fullur af rómantík og hugmyndum fyrir 14. febrúar, Valentínusardag. Ég verð að viðurkenna að síðan ég bjó í London held ég, og við, alltaf upp á þann dag. Það er líka gert hér. Einhverntíma keypti ég slatta af rauðum hjörtum, svona eins og jólaskraut, mjög flott og þetta nota ég 14. febrúar. Borðskraut, veggskraut ofl. Reyndar nota ég borðskrautið mun oftar, það er mjög fallegt að skreyta matarborð með hjörtum við hin ýmsu tækifæri.

Af Guðjóni er gott að frétta, hann er duglegur að ganga úti en þarf enn að koma daglega á heilsugæsluna. Hann biður fyrir kveðjur til allra sem hann þekkir og lesa bloggið mitt.  

Við óskum ykkur öllum góðrar helgi héðan úr dásamlegum vetri.

Fært undir . 2 ummæli »