Örlítið rólegra.

Þá sé ég fram á örlítið rólegri tíma, (vonandi). Við komum í gærmorgun frá Murcia þar sem við höfðum verið frá því á sunnudaginn á fundum og kynningu. Þetta var mjög stór hópur fólks sem þarna var saman komin, en allir voru boðnir af fyrirtæki sem við erum umboðsmenn fyrir. Heldur var þetta óskemmtilegt utan við matarveislu á sunnudagskvöldið og að vera fylgt eftir af sjúkurabíl allan tímann. Þáttakendur voru fluttir milli staða í 6 rútum og með rútunum var sjúkurabíll, svona ef eitthvað skyldi nú koma fyrir mannskapinn;-)

Gabriel fór svo snemma í morgun til Madrid á árlega ferðaráðstefnu, ég ákvað að fara ekki þetta árið af ýmsum ástæðum. Stekk frekar af með honum til Mardid langa helgi seinna. Hann kemur heim á laugardaginn og svo ég ætla að njóta þess að vera ein heima, klára að ganga frá jólunum og lesa. Kanske fer ég að udirbúa hugmynd mína um kynningu á mat og mernningu Spánar.

Af Guðjóni er það að frétta að hann hitti hjartasérfræðnginn sinn í morgun og hún var mjög ánægð með hvernig uppskurðurinn hafði verið framkvæmdur og sagði að hann væri á eðlilegum batavegi. Hann á svo að hitta hjarta skurðlækninn í Valencia í april, fram að þeim tíma á hann að taka lífinu með ró og vera duglegur að fara út að ganga. Það er mjög gott að hafa hann í sama húsi og við hin, þannig getum við auðveldlega verið honum innan handar með alla hluti. Daníel fer heim í kvöld. Hann hefur verið mikill styrkur fyrir pabba sinn og aðstoð við okkur öll.

Ég þakka öllum sem skrifað hafa og hringt í okkur þennan tíma. Guðjón er ekki enn farin að geta talað svo vel sé þannig að hann biður fyrir kveðjur til allra. 

Fært undir . Engin ummæli »