Guðjón sloppin út.

Það var ánægjulegt símtal sem ég fékk í morgun kl. 09.00. Guðjón var á línunni og sagði að hann yrði útskrifaður fyrir hádegi. Gabriel, Gaui og Binni fóru snemma í morgun svo við Daníel vorum hér og ekki get ég nú neitað því að við urðum heldur undrandi, en…útskrifaður var hann og við fórum og sóttum hann í leigubíl. Gabriel kemur svo aftur í dag og sækir okkur. Gujón er ótrúlega hress en á auðvitað langt í land, hann hefur lítið þol og hreyfir sig hægt. En við erum öll handviss um að hann verður fljótur að ná sér.

Mikið verður gott að koma heim.

Fært undir . Engin ummæli »