Annir.

Hæ. langt síðan ég hef bloggað, mikið verið að gera og margt gerst.

Byrja á laugardeginum síðasta. Við vorum boðin í afmæli vinar Gabriels, þau hjónin búa í einbýlishúsi “úti í sveit” eða þannig. Þau eru á milli bæja hér og á svæði sem enn hefur ekki verið skipulagt og er því eins og sveit. Húsið kayptu þau fyrir 15-20 árum og eru búin að byggja stóra viðbyggingu sem hýsir eitt svefnherbergi og risa stofu. Þar hefur húsbóndinn hljóðfærin sín, þar er barinn, biljardborð ofl. Allir veggir þaktir myndum af frægum listamönnum. Vinurinn, Serjio er franskur og kemur úr sirkusfjölskyldu, var sjálfur listamaður í sirkusnum sem barn og unglingur. Við köllum hann alltaf trúðinn því hann er nánast aldrei alvarlegur og nýtur þess að vera í sviðsljósinu. Konan hans er hollensk, glaðleg, falleg kona. Stofan þessi var skreytt mjög vegna jólanna, risastórt jólatré og mislit ljós í lofti á veggjum og meir að segja jólaseria á biljardborðinu sem þau jöfðu lagt plötu yfir og þjónaði þarna sem matarborð. Diskó kúlur í lofti og tónlistin mjög há. Biljardborðið hlaðið mat og vínið flæddi, kampavín, hvítvín, rauðvín og svo var barinn auðvitað opinn og fólk gat fengið hvað sem hugurinn girndist. Maturinn var mjög góður og mikið fjör. Ég varð hálf öfundsjúk yfir þessari mikilfenglegu stofu, gæti alveg hugsað mér eina slíka til að geta haldið stórar veislur. En þarf víst ekki að kvarta því terrasið hef ég nógu stórt en ekki myndi mér nú leyfast að setja upp diskótek þar, nágranarnir yrðu fljótir að mótmæla.

Sunnudagurinn síðan í jólaveislu í Alcoy. Þar fékk ég snyrti og baðvörur í jólagjöf.

Síðan hefur verið líti um veislur því aðrar annir hafa komið í veg fyrir slíkt. Blogga um það seinna í dag.  

Fært undir . 1 ummæli »