Örlítið rólegra.

Þá sé ég fram á örlítið rólegri tíma, (vonandi). Við komum í gærmorgun frá Murcia þar sem við höfðum verið frá því á sunnudaginn á fundum og kynningu. Þetta var mjög stór hópur fólks sem þarna var saman komin, en allir voru boðnir af fyrirtæki sem við erum umboðsmenn fyrir. Heldur var þetta óskemmtilegt utan við matarveislu á sunnudagskvöldið og að vera fylgt eftir af sjúkurabíl allan tímann. Þáttakendur voru fluttir milli staða í 6 rútum og með rútunum var sjúkurabíll, svona ef eitthvað skyldi nú koma fyrir mannskapinn;-)

Gabriel fór svo snemma í morgun til Madrid á árlega ferðaráðstefnu, ég ákvað að fara ekki þetta árið af ýmsum ástæðum. Stekk frekar af með honum til Mardid langa helgi seinna. Hann kemur heim á laugardaginn og svo ég ætla að njóta þess að vera ein heima, klára að ganga frá jólunum og lesa. Kanske fer ég að udirbúa hugmynd mína um kynningu á mat og mernningu Spánar.

Af Guðjóni er það að frétta að hann hitti hjartasérfræðnginn sinn í morgun og hún var mjög ánægð með hvernig uppskurðurinn hafði verið framkvæmdur og sagði að hann væri á eðlilegum batavegi. Hann á svo að hitta hjarta skurðlækninn í Valencia í april, fram að þeim tíma á hann að taka lífinu með ró og vera duglegur að fara út að ganga. Það er mjög gott að hafa hann í sama húsi og við hin, þannig getum við auðveldlega verið honum innan handar með alla hluti. Daníel fer heim í kvöld. Hann hefur verið mikill styrkur fyrir pabba sinn og aðstoð við okkur öll.

Ég þakka öllum sem skrifað hafa og hringt í okkur þennan tíma. Guðjón er ekki enn farin að geta talað svo vel sé þannig að hann biður fyrir kveðjur til allra. 

Fært undir . Engin ummæli »

Spanjólan 1. árs í dag.

Hún á afmæli í dag…

Í tilefni af 1. árs afmæli bloggsíðunnar minnar sendi ég ykkur öllum bestu kveðjur og takk fyrir að hafa nennt að lesa síðuna þetta ár sem liðið. Vonandi hafið þið haft gaman af. Ég mun svo auðvitað leggja mig fram um að standa mig vel í framtíðinni.

Sólarkveðjur.

Fært undir . 2 ummæli »

Lífið og tilveran.

Lífið og tilveran er heitið á bloggsíðunni minni. Ætlunin var og er að fjalla um lífið og tilveruna og ég held raunar að ég hafi verið að því allan tímann. En lífið og tilveran þessa daga eru ansi erilsöm. Það er með ólíkindum að enginn dagur skuli geta farið eftir plönum. En svona eru lífið og tilveran.

Guðjón er á batavegi eins og maður segir. Hann getur lítið talað því hann á enn í erfiðleikum í hálsi eftir slöngur. Við vorum farin að halda að eitthvað hefði skemmst því þó hann hafi getað talað í tvo daga þá var það allt. En læknir sagði honum í gær að þetta væri eðlilegt, engin skemmd sjáanleg í hálsi og hann fékk lyf til að flýta fyrir bata.

Fólkið í kringum okkur er hreint ótrúlegt. Hér í miðbænum er lítið samfélag fólks sem vinnur nálægt hverju öðru, sumir búa hér og enn aðrir reka veitingastaði og bari/kaffihús sem við heimsækjum. Alls staðar er spurt um líðan hans og blóðheitu Spánverjarnir taka veikindi og þrautir náunagans mjög nærri sér. Á japanska veitingastaðnum þar sem við borðum oft og eyddum gamlárskvöldi eldaði eigandinn súpu handa honum í gær sem ég var send heim með. Þetta var sérstök súpa til að flýta fyrir bata hans. Honum þótti hún mjög góð eins og allar súpur sem hann borðar þarna.  

É er búin að byrgja mig upp af grænmeti og ætla að elda eitthvað sem kemur á óvart á morgun handa allri fjölskyldunni. Við Gabriel förum ekki til Murcia fyrr en á sunnudaginn og veislur+fundarhöld hefjast á sunnudagskvöld og lýkur á mánudagskvöld. Svo við komum heim upp úr hádegi á þriðjudaginn. Gabriel fer svo til Madrid á miðvikudaginn, á árlega ferðakaupstefnu sem ég fer yfirleitt með honum á, en sem betur fer hafði ég ákveðið að fara ekki þetta árið. Ég þarf að hægja örlítið á…er ekki 25 lengur þó ég hafi tilhneigingu til að halda svo.

SVO! Þar sem við förum ekki fyrr en á sunnudag þá ætlum við að taka niður jólin á morgun, og ég er að hugsa um að gera það við undirleik jólalaga eins og þegar ég setti þau upp;-)

Góða helgi.  

Fært undir . Engin ummæli »

Heimkoman.

Við komum heim á mánudagskvöldið eftir ágæta ferð. Guðjón var eðlilega mjög þreyttur. Daniel eldaði þegar heim kom og borðuðu Gaui og Binni með okkur. Guðjón var ekki eins hress í gær eins og hann hafði verið, hann getur nánast ekkert talað vegna erfiðleika í hálsi. Við höldum að það stafi af því að hann hafi talað of mikið dagana 2 á undan, en nú í morgun er Daníel með honum á sjúkurahúsinu hér til að hitta hjartasérfræðinginn hans. Auvitað mun batinn taka langan tíma, það vitum við öll og þurfum að hjálpast að við að fá Guðjón til að fara hægt.

Mín beið mikil vinna þegar ég kom aftur á skrifstofuna. Ég hafði ætlað að vera í fríi í gær og sinna hlutum heima en það fór öðruvísi því skrifstofustúlkan okkar var veik og Gabriel á endalausum fundum allan daginn. Svo við Rosalba systir hans vorum hér og höfðum nóg að gera. Nú í dag er hún veik en Eva, skrifstofustúlkan komin til baka. Ég kalla hana skrifstofustúlku því hún er sú sem tekur á móti fólki fyrst þegar það kemur inn, svarar símanum og sér um almenn skrifstofustörf. Við hin höfum öll verkefni sem krefjast þess að við þurfum mikið að hreyfa okkur. Það er mikil eftirsjá í Sigurrós sem vann hjá okkur sl. ár. Hún var mjög kraftmikill starfsmaður. En nú hefur hún flutt aftur til Íslands og tekið upp fyrra starf sem er að kenna börnum í grunnskóla Grindavíkur.

Hvenær tek ég jólin niður??? Já, jólin eru enn í mínu húsi, tréð stendur fullskreytt og um allt hús eru jólaskreytingar. Ég er aðeins farin að safna saman dóti á borðstofuborðið en ekki er það nú mikið. Við borðum enn af jólamatardiskum hjónakornin. En ég ákvað að meðan þetta er svona þá að njóta þess og kveikjum við á trénu á kvöldin þegar við komum heim. Um helgina þurfum við að vera á fundum í Murcia sem er næsta hérað fyrir sunnan okkur. Það verður spennandi því fundahaldarar hafa sett alla á sitt eigið lúxus hótel og er allur matur líka í boði þeirra.

Svo jólin halda áfram í okkar húsi um óákveðin tíma.

Fært undir . 1 ummæli »

Guðjón sloppin út.

Það var ánægjulegt símtal sem ég fékk í morgun kl. 09.00. Guðjón var á línunni og sagði að hann yrði útskrifaður fyrir hádegi. Gabriel, Gaui og Binni fóru snemma í morgun svo við Daníel vorum hér og ekki get ég nú neitað því að við urðum heldur undrandi, en…útskrifaður var hann og við fórum og sóttum hann í leigubíl. Gabriel kemur svo aftur í dag og sækir okkur. Gujón er ótrúlega hress en á auðvitað langt í land, hann hefur lítið þol og hreyfir sig hægt. En við erum öll handviss um að hann verður fljótur að ná sér.

Mikið verður gott að koma heim.

Fært undir . Engin ummæli »

Fyrsta vikan í Valencia.

Þá erum við Guðjón búin að vera eina viku hér í Valencia borg, hann á mjög góðu sjúkurahúsi, ég í íbúð sem við Gabriel tókum á leigu. Gabriel keyrði mig hingað sl. sunnudag, en Guðjón hafði verið fluttur á laugardeginum. Aðgerð var ákveðin á þriðjudagsmorgni. Gabriel fór heim til Benidorm á sunnudagskvöldinu en kom til baka á mánudagskvöldið með Binna og Gauja . Við vorum svo öll saman aðgerðardaginn, fengum að koma og hitta Guðjón kl. 08.00 um morguninn rétt áður en hann var keyrður inn á skurðstofu. Vorum svo mætt aftur á spítalann kl. 14.00 til að vera til taks fyrir skurðlækninn sem stjórnaði aðgerðinni þegar henni lyki. Hann kom loks út af skurðstofunni 14.30 eftir 6 tíma aðgerð og talaði við okkur. Aðgerðin hafði gengið vel, skipt var um 4 æðar. Margt var rætt og við fórum af spítalanum þokkalega bjartýn. Komum svo aftur um kvöldið og fengum að fara inn til hans. Síðan þá hefur hann verið í góðum bata og er nú komin á stofu. Í gær fór hann fyrst út úr rúmminu og í dag situr hann í stól helst allan daginn og tekur göngutúra fram á ganginn. Ótrúleg framför. Búist er við að hann geti farið heim á þriðjudag/miðvikudag. Daníel kom hingað á miðvikudaginn og fer liklega 30. til baka. Gabriel kom í gær og Binni og Gaui komu í dag með systir Gabriels til að heilsa upp á “þann gamla”. Þau fara svo til baka í fyrramálið en við Daníel ætlum að fylgja Guðjóni heim.

Ég hef verið tölvu-tengingarlaus þessa viku en Gabriel keypti handa mér sérstakt tæki þannig að ég get náð sambandi hvar sem ég er og nýtti mér það í dag. Mikill póstur hafði safnast upp og sérstaklega hafði ég haft áhyggjur af vinnu pósti. En nú er allt afgreitt.

Ekki höfum við Daníel látið okkur leiðast á milli þess sem við höfum verið á spítalanum. Við höfum eytt góðum tíma í bókabúðum og svo fundum við þessa líka stórkostlegu heilsuverslun sem líka hefur veitingastað þannig að við höfum ekki þurft að velta því fyrir okkur hvar við ættum að borða þegar við elduðum ekki heima.

Ég fékk þá snjöllu hugmynd!!! að byrja með spænskt matreiðslunámskeið á blogginu, Þ.e. mig langar að segja frá héruðum Spánar og matargerðarlist hvers fyrir sig og gefa svo eina uppskrift frá hverjum stað. Matar og vín saga þessa lands er hreint ótrúleg svo þið megið búast við þessu prógrami fljóltlega. Vonandi mun það gleðja ykkur öll og hvetja til Miðjarðarhafs matreiðslu á íslenskum heimilium, en eins og þið vitið er hún ein sú hollasta í heimi. Önnur af þeim hollustu er japönsk matargerðalist og nú hef ég orðið mér út um bækur svo ég geti farið að matreiða heima. Ég fékk þennan áhuga eftir að hafa misst 4 kg. fyrir jólin þegar ég fór að borða daglega á japönskum stað í hádeginu. Japanskur matur er líka mjög hollur, sem skýrir langlífi Japana. Lengst af hafa Íslendingar og Japanir verið langlífastir í heiminum og er mataræði talið vera helsta ástæðan.

Nú þegar nánast öll fjölskyldan er saman komin njótum við þess að borða saman. Frábær grænmetisstaður var heimsóttur í hádeginu og eftir kvöld heimsóknina á spítalann er ráðgert að borða mexikanskt.

Við söknum öll Gumma en hann var í vinnuferð í Kína þegar pabbi hans veiktist og var skorinn, en stutt verður þar til við verðum öll saman ásamt tengdadrætrum og börnum.

Við sendum öll góðar kveðjur til allra á Íslandi. Hér hefur verið mjög heitt undanfarið, í fyrradag var 28C og allir stóðu á öndinni, þetta var eins og í júní, en áður og síðan hefur hitinn verið um 20C.

Takk til ykkar allra fyrir góðar kveðjur og bænir, þær hafa svo sannanlega gefið öllum kraft og Guðjóni bata.

Fært undir . Engin ummæli »

Flutningur í stórborgina.

Nú er ég að flytja í dag til Valencia, þar höfum við tekið íbúð á leigu og ég mun vera þar um óákveðin tíma. Gabriel og strákarnir munu koma og fara. Ástæða þessa og ástæða þess að ég hef lítið bloggað undanfarið er sú að Guðjón eldri fékk aftur hjartaáfall fyrir rúmri viku og hefur verið mikið veikur. Hann var fluttur til Valencia í gær þar sem hann svo gengst undir by-pass aðgerð á þriðjudaginn. Ég sá hann áður en hann fór og hann var ótrúlega hress, hefur reyndar verið hressari sl. 2 daga en áður. Hann var á gjörgæslu á sjúkurahúsinu okkar hér rétt við Benidorm og með hjálp mikilla lyfja hefur hann verið að hresast. En aðgerðin er óhjákvæmileg og hjartaaðgerðir eru eingöngu framkvæmdar á sjúkurahúsinu í Valencia. Ég mun reyna að blogga meðan ég verð þarna.

Veðrið hefur verið dásamlegt alla vikuna og lengur, sól og 18C. Sama er í dag. Sendi ykkur sólarkveðjur.

Fært undir . 2 ummæli »

Annir.

Hæ. langt síðan ég hef bloggað, mikið verið að gera og margt gerst.

Byrja á laugardeginum síðasta. Við vorum boðin í afmæli vinar Gabriels, þau hjónin búa í einbýlishúsi “úti í sveit” eða þannig. Þau eru á milli bæja hér og á svæði sem enn hefur ekki verið skipulagt og er því eins og sveit. Húsið kayptu þau fyrir 15-20 árum og eru búin að byggja stóra viðbyggingu sem hýsir eitt svefnherbergi og risa stofu. Þar hefur húsbóndinn hljóðfærin sín, þar er barinn, biljardborð ofl. Allir veggir þaktir myndum af frægum listamönnum. Vinurinn, Serjio er franskur og kemur úr sirkusfjölskyldu, var sjálfur listamaður í sirkusnum sem barn og unglingur. Við köllum hann alltaf trúðinn því hann er nánast aldrei alvarlegur og nýtur þess að vera í sviðsljósinu. Konan hans er hollensk, glaðleg, falleg kona. Stofan þessi var skreytt mjög vegna jólanna, risastórt jólatré og mislit ljós í lofti á veggjum og meir að segja jólaseria á biljardborðinu sem þau jöfðu lagt plötu yfir og þjónaði þarna sem matarborð. Diskó kúlur í lofti og tónlistin mjög há. Biljardborðið hlaðið mat og vínið flæddi, kampavín, hvítvín, rauðvín og svo var barinn auðvitað opinn og fólk gat fengið hvað sem hugurinn girndist. Maturinn var mjög góður og mikið fjör. Ég varð hálf öfundsjúk yfir þessari mikilfenglegu stofu, gæti alveg hugsað mér eina slíka til að geta haldið stórar veislur. En þarf víst ekki að kvarta því terrasið hef ég nógu stórt en ekki myndi mér nú leyfast að setja upp diskótek þar, nágranarnir yrðu fljótir að mótmæla.

Sunnudagurinn síðan í jólaveislu í Alcoy. Þar fékk ég snyrti og baðvörur í jólagjöf.

Síðan hefur verið líti um veislur því aðrar annir hafa komið í veg fyrir slíkt. Blogga um það seinna í dag.  

Fært undir . 1 ummæli »

Nýársdagur 2008.

Gleðilegt nýtt ár öll saman.

Þá er komið að lokum fyrsta dags ársins og ég að skríða í rúmmið með bók. Gabriel er í nýjasta hobbíinu sínu sem eru tölvuleikir. Sagði einhver að strákar væru ekki alltaf strákar?

Ömmustrákurinn minn hann Óskar Marinó varð 4 ára í gær. Ekki vildi hann nú tala við ömmu sína þegar ég hringdi til að óska honum til haingju með daginn, henn er lítið hrifin af síma spjalli. Frænka hans Tara Kristín er hins vegar ánægð með að fá að tala í símann þó ekki segi hún mörg orð þá bara endurtekur hún þau aftur og aftur.

Við áttum skemmtilegt kvöld í gær með Gaua, Guðjóni og ugluhjónunum Lovísu og Ingimar. Borðuðum japanskan mat sem borin var á borð til okkar í endalausu magni. Binni borðaði hins vegar í heimahúsi með vinum sínum. Síðan vorum við á þríhyrnda torginu í miðbæ Benidorm á miðnætti með vínberin okkar 12 og kampavín, öllum gekk vel með berin þannig að árið sem gengið er í garð ætti samkvæmt trúnni að verða okkur öllum gott ár. Eftir að hafa horft á flugeldasýninguna og spjallað við fólk sem við þekktum fórum við heim að sofa. Það er að segja fullorðna fólkið, strákarnir fóru með vinum sínum út í nóttina. Svo ég var sofnuð þegar áramótin gengu í garð á Íslandi, engin frammistaða þetta.

Í dag höfum við legið í leti, í morgun horfði ég á frétta annálana á RÚV og helminginn af þessu hræðilega áramótaskaupi, ótrúlegt að ekki skuli vera hægt að gera klukkutíma langan skemmtiþátt, hver ber ábyrgðina á svona skelfingu? Horfðum á mjög áhugaverða kvikmynd sem segir frá fyrstu átökum Bandaríkjamanna í Vietnam 1965, heitir We were soldiers og er með Mel Gibson í aðalhlutverki. Ég bjó reyndar til einn ís og undirbjó kvöldmat handa strákunum og GÓ. Hangikjöt, flatkökur, Ora baunir og meir að segja malt og appelsín. Boðflenna stakk sér í veisluna, kötturinn hann Bragi, en hann er Gaua köttur. Mikið þótti honum hangikjötið gott eða ísinn!!! hann var komin upp á matarborð með framlappirnar til að fá að sleikja ísdiskana þegar fólk var búið að borða. Binni fór síðan með hangikjöt handa sínum ketti honum Xino, en sá er ekki jafn félagslyndur enda siamsköttur og þeir eru vandir að vinum ;-)

Á morgun ætlum við Lovísa að fara í búðarráp fyrir hádegi þar sem þetta verður hennar síðasti dagur að þessu sinni. Síðan hefst hversdagsleikinn. Reyndar eru spænsku jólin 6. jan. og förum við þá til Alcoy að borða með stjúpu Gabriels og hálfbróður. Einhverjir fleiri úr fjölskyldunni verða þar einnig.

Svo þá er bara að bjóða góða nótt og vona að blogg andinn komi yfir mig fljótlega.

Fært undir . 4 ummæli »