Aðfangadagur jóla.

Þá er Aðfangadagur runninn upp. Ég hef verið í matargerð í morgun og mun vera í slíku mest allan daginn. Að öðru leyti erum við bara næstum tilbúin. Tölvan þarf að fara af matarborðinu svo hægt sé að leggja á borðið og skreyta það. Þetta verður óvenju fámennt Aðfangadagskvöld hér í húsinu, því Gaui og hans kærasta ætla að borða heima hjá sér, svo við verðum bara 5+Zeno kötturinn hans Binna. Flest höfum við verið 12 við matrborðið okkar á þessu kvöldi. En, mikið hlakka allir til. Ég var hjá Gaua og frú í gærkvöldi, fyrsta sinn sem Gaui minn er með heimili sitt svona fallega skreytt eins og nú, þetta eru líka fyrstu jólin þeirra saman, því hún hefur alltaf farið til fjölskyldu sinnar um jólin. Hann ætlar að elda hamborgarhrygg, eins og við, og dekra við hanna í mat og drykk. Mamma reyndar bjó jólaísinn fyrir hann;-) Síðan sjáum við þau seinna í kvöld.

Desember mánuður hefur verið mjög ljúfur við undirbúning jólanna og toppurinn hefur verið að geta haft Jólastjörnuna til að hlusta á. Ég hef átt mjög skemmtilegt samstarf með Sigga Gunn. á Jólastjörnunni og vonandi hafa hlustendur stöðvarinnar haft gaman af pistlum mínum. Við Siggi alla vega skemmtum okkur vel og á milli okkar þróaðist vinátta sem mun halda áfram.

En, nú þarf Ég að halda áfram. Er reyndar mjög glöð að hafa haft tíma til að blogga örlítið.

Gabriel engill, strákarnir og hún ég, sendum ykkur öllum okkar bestu óskir um Gleðilega jólahátið. Borðið vel og njótið samveru hvers annars.

Guð veri með ykkur öllum þessi jól, og um framtíð alla.

Fært undir .

Ein ummæli við “Aðfangadagur jóla.”

  1. Sigga systir ritaði:

    Hæ aftur systa mín og gleðilega hátíð. Takk fyrir að hringja í dag í tilefni 15. ára afmælis Hjörleifs okkar og jólanna. Notarlegt spjall hjá okkur systrum. Gæddum okkur á nýbakaðri súkkulaðiköku rétt eftir að við spjölluðum saman.
    Mamman á bænum bakaði í tilefni af afmæli jólabarnsins okkar. Höfum annars verið í algjörri leti í dag og bráðum sturtar fjölskyldan sig og klæðir sig í betri fötin. Ætlum að borða hangikjöt og tilheyrandi litla fjölskyldan og svo er meiningin að sitja í kvöld og spila scrabble. Vonum að þið hafðið góða daga framundan. Jólaknús úr Hellulandinu.