Bráðum koma blessuð jólin.

Það er heldur betur farið að styttast í jólin, bara 5 dagar. Við höldum jólin heima eins og alltaf fyrir utan 2 ár sem við vorum á Íslandi. Það hefði verið gaman að geta verið þar um þessi jól, hitt fjölskyldu og vini og sérstaklega barnabörnin. Vonandi verður af því í vor, ég stefni í að koma þá. Það verður auðvitað heilmikið um fjölkyldu og vina mót hér líka. Á Aðfangadagskvöld verða strákarnir hjá okkur, svo og systir Gabariels með son sinn. En fyrsta boðið verður á sunnudaginn, þá ætla ég að hafa glöggboð. Húsið er skreytt og ýmislegt hef ég dundað, bæði við matarundirbúning ofl.

Hér halda jólin enskir vinir okkar sem eiga íbúð í Albir, og íslensk hjón með 7 ára son sinn, en þau hafa verið í nokkra mánuði í íbúð sinni hér. Með þessu skemmtilega fólki verðum við líka yfir hátíðarnar. Sérstaklega hlakka ég til að vera með Alex, en það er ungi drengurinn, á gamlárskvöld.

Vinnustaða boð hafa verið undanfarna daga, og eru þau haldin á viðkomandi skrifstofum. Mikill og góður matur og vín, eins of Spánverjar gera best. Og ekki sleppa þeir möndlukökunum og sælgætinu sem kampavín er drukkið með. Í svona boðum er meira borðað, minna drukkið, öfugt við glöggveislurnar sem haldnar voru á Íslandi hér áður fyrr;-) Enda eru þessi boð yfirleitt haldin í hádeginu.

Veðrið er dásamlegt, komið desember veður aftur. Við fengum kuldakafla sem er mjög óvenjulegt, fengum hefðbundið janúarveður, kallt, blautt og vindur. En nú er hitinn orðin eðlilegur og sólin skýn alla daga.

Ég nýt þess að geta verið heima þessa dagana og undirbúið jólin, skroppið í hádeginu með Gabriel í jólaboð og bara verið til.

Nú var Gaui að senda mér msn og er að koma í morgunkaffi. Það er ómissandi partur af því þegar ég er heima, þá koma þeir feðgar og nafnar, í morgunkaffi.

Svo, ég kveð að sinni.

Fært undir .

3 ummæli við “Bráðum koma blessuð jólin.”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  Já, gott veður segiru?
  Hér er allt á kafi í snjó og Tara rétt kemst áfram, sumstaðar nær hann henni í mittið ;) Við vorum heillengi úti í dag og gerðum snjókarl og lítil snjóhús fyrir “andarungana”hennar Töru.
  Það var komið myrkur en heppilegt að það er ljósastaur beint fyrir framan innkeyrsluna okkar. Ferlega gaman og kósí að leika sér í snjónum. En væri þó til í smá sól.
  Væriru til í að senda okkur smá sólarglætu takk!

 2. Sigga Rúna ritaði:

  Já, gott veður segiru?
  Hér er allt á kafi í snjó og Tara rétt kemst áfram, sumstaðar nær hann henni í mittið ;) Við vorum heillengi úti í dag og gerðum snjókarl og lítil snjóhús fyrir “andarungana”hennar Töru.
  Það var komið myrkur en heppilegt að það er ljósastaur beint fyrir framan innkeyrsluna okkar. Ferlega gaman og kósí að leika sér í snjónum. En væri þó til í smá sól.
  Væriru til í að senda okkur smá sólarglætu takk!

 3. Sigga systir ritaði:

  Nú er sá 23 að kveldi kominn. Við mamma fórum í skötu í hádeginu í dag á Pottinn og Pönnuna uppáhaldsstaðinn okkar. Staðinn þar sem fermingarveisla Þallarinnar var haldinn. Hrikalega góð skata, saltfiskur og plokkfiskur með rúgbrauði, kartöflum, rófum og tilheyrandi. Fórum svo til Boggu frænku á Skjól með jólapakka og lentum á hálfgerðum jóla-harmoníkutónleikum. Gaman að sjá hvað gamla fólkið gladdist yfir þessari tónlist.
  Og nú er allt klappað og klárt í Hellulandinu fyrir aðfangadaginn. Við Hjörleifur ætlum eins og undanfarin ár að taka daginn snemma, byrja á að fara í kirkjugarðinn í Fossvogi að leiði ömmu Sigríðar og Daníels afa sækja síðan mömmu og fara í Grafarvogskirkjugarð að leiði pabba. Lít einnig við hjá Gullý vinkonu. Notarlegt að halda í svona hefðir. Vona að þið hafið góða daga framundan. Njótið hátíðar í faðmi ljóss og friðar eins við ætlum að gera og minnumst þess af hverju við höldum jólin. Knús frá okkur.