Dugleg í dag.

Nú sit ég hér talandi við ykkur lesendur mínir á sunnudagskvöldi, alsæl með daginn. Gabriel og Guðjón Ó. fóru suður til Murcia í morgun sem þýddi að ég hef haft allan daginn fyrir mig. OG, það er ekki slæmt svona um helgi. Ekki að mér leiðist í nærveru eiginmannsins, heldur get ég unnið svo mikið þegar ég er ein heima. Munurinn á okkur hjónum er sá að hann vill liggja í sófanum og horfa á sjónvarp, eða fara út að borða í hádegi á sunnudegi og svo heim í siestu og eftir það í bíó. Það er ekkert að þessu, nema síður sé ef ekkert þarf að gera í húsinu. En, ef mig langar að gera eitthvað heima verð ég að velja tíma þegar hann er í burtu og, ef ég þarf aðstoð karlmanns, t.d. við borun þarf ég að leita til Binna. Og þetta er bara hið besta fyrirkomulag, því ég hef frjálsar hendur um “dekoration” heimilisins.  Svo, venjulega þakkar bóndinn mér vel unnið starf;-)

Í dag hef ég gert ýmislegt. Þetta venjulega, þvo og strauja, pressa og ganga frá þotti. En, ég framkvæmdi líka nokkuð sem mig hefur langað að gera lengi. Ég sneri stofunni við, borðstofan fór þar sem sófinn og sófaborð höfðu verið og öfugt. Útkoman hreint frábær. Svo setti ég geisi fallegan norskan jólalöber á borðstofuborðið (sem er hvítt) löber sem er gjöf frá Obbu og Tóta, sem þau afhentu okkur um daginn þagar þau voru hér. Áður en karlarnir komu heim í kvöld var ég búin að lýsa upp stofuna og stigann upp á oft með kertaljósum.

Þar sem ég hafði bakað eplaköku handa þeim og þeir vissu af henni, komu báðir beint hingað, Gaui kom líka. Jólastemming í nýrri stofu og allir hrósuðu hönnuðinum, frúnni í húsinu.

En það er nú ekki eins og þetta sé það eina sem ég hef gert í dag. Bakaði skonsur handa Gaua í morgunmat, msn er svo frábært, það er hægt að senda mömmu eitt msn og biðja um kaffi og nýbakaðar skonsur eða öfugt, mamma sendir msn og býður;-) Ég fægði silfur ofl.

Svo nú er þessi sjálfumglaða kona að fara í heitt olíubað. Finnst ég eiga það skilið. En ég ætla líka að vera heima á morgun og gera meira skemmtilegt. Hvílíkt lúxus líf sem ég lifi:-)

Fært undir .

2 ummæli við “Dugleg í dag.”

 1. Sigga systir ritaði:

  Hæ systa. Nú kannast ég við þig, njóta þess að vera heima og sinna heimili og jafnframt framreiða góða rétti hvort sem um morgunmat, hádegismat, eftirmiðdagskaffi eða kvöldmat er að ræða. Verst að vera ekki nær þér og geta skroppið til þín.
  Yndislega nafna þín var hjá mér í fyrrakvöld í matarboði rosalega hress og skemmtileg. Dalli og mamma komu að sjálfsögðu líka (Sigga í próflestri fyrir vestan) og litla systa þín matreiddi gratíneraðan fisk með piparostasósu sem syni þínu fann hreint frábær. Ásamt salati og brauði . Tara Kristín var svo upptekin af Mána að hún fékk sér bara brauð. Við vorum í hláturskasti því hún lék á allsoddi og aumingja hundurinn var alveg búinn ef allan atganginn í prinsessunni. Kristjbörg mín Þöllin tók myndir sem ég sendi þér. Og svo var það besta hún var eins og Óskar Marinó þegar hann kemur þá vilja þau ekki fara og frænka þarf að gefa sleikjó til að þau fari í útiskóna og hægt sé að plata þau út. YNDISLEGIR ÁLFAR.
  Knús úr Hellulandinu til allra.

 2. spanjola ritaði:

  Bestu þakkir elsku systir fyrir skemmtilegt bréf.
  Það er alltf svo gaman að fá ummæli við blogginu.
  Kveðjur frá öllum hér.