Enn í farastjóraleik;-)

Þetta hefur verið erfiður dagur og ekki lokið enn. Erum í vinnunni og klukkan að verða 21.30.

Ég var á flugvellinum fyrir Heimsferðir í dag og það var óvenju erfitt transfer, langt og þreytandi. Endaði með eina konu á spítala. Svo nú er ég að vinna hjá öllum;-) Tók á móti eldriborgurum Úrval-Útsýn, Plúsferða, Sumarferða sl. fimmtudag og nú voru það hinir. Það eru komin hingað nær 400 eftirlauna-unglingar. Svo mun ég verða með ferðir fyrir báða aðila, svo það má með sanni kalla mig lausláta, hleyp á milli eftir því sem kallað er. En þessar elskur eru svo skemmtilegar að það er þess virði að gefa þeim góðan tíma 2 mánuði á ári, 1 að vori og annan að hausti.

Annars ætlaði ég nú að blogga um margt annað. Guðjón eldri er komin heim, þ.e. frá Íslandi. Þar var hann frá því á apríl. Honum þykir gott að vera komin heim í hlýjuna og sólina. Það er með ólíkindum hvað er enn heitt, fer langt í 30C yfir daginn, og ekki er kalt á nóttunni. En kanske kemur þetta svo allt í bakið á okkur og við grátum úr kulda í vetur, ha,ha.

Ég er að fara úr vinnunni, stór dagur á morgun, erum að fá 64 karlmenn (veit ekki á hvaða aldri) í gistingu í 16 íbúðir. ÚPS, og bara í 3 nætur, þannig að þetta er partý gengi. 

Reyni að vera skemmtilegri á morgun, og tala um yndislegu Ítalíu. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.