Haustið komið.

Ekki stóð ég mig nú í að blogga í gær. Fór að vinna snemma í gærmorgun og kom ekki heim fyrr um kvöldið. Haustið er komið hjá okkur. Reyndar hlýtt og gott en rigningar, sem betur fer rignir yfirleitt bara á nóttunni:-) Ég fór í síðbuxum og lokuðum skóm á föstudaginn í vinnuna, en sá fljótt að það væri óþarfi. Enn of heitt fyrir slíkan klæðnað, svo það er bara áfram stutt pils og bolur svo og bandaskórnir. Gerði betur, sótti sængina upp í skáp og breyddi yfir rúmmið. Dásamlegt. Reyndar er heldur mikið að sofa með sæng, en þá er bara að halda í eitt horn á henni, það nægir svo maður kúri vel. Gabriel heldur því fram að við sofum betur með sænginni okkar, það er nú bara vegna þess að þegar sængin kemur í rúmmið er það merki þess að við erum hætt að renn svittna alla óttina.

Italía!!!

Ferðin var dásamleg frá upphafi til enda. Eins og þið eflaust vitið öll, þá vorum við í Amalfi bænum á Amalfi ströndinni, suður af Róm. Komum að kvöldi til Rómar og gistum fyrstu nóttina þar. Tókum bílaleigubíl á flugvellinum og það var nú all nokkuð. Höfðum pantað Fiat Punkto því við vorum að fara þangað sem eru þröngir fjallvegir og hvergi hægt að leggja nema troða sér sem næst fjallinu þar sem stoppa átti (eins og t.d. við gististaðinn okkar, sem er hátt uppi í fjalli). Vona svo bara að bílinn yrði óskemdur þegar komið var næst að honum. Jæja, formsatriðum lauk og stúlkan sagði, “því miður eigum við ekki bílinn sem þið pöntuðu, en við gefum ykkur BMW á sama verði” OK, við sátt við það. Þegar við svo komum á bílastæðið að taka bílinn “okkar”, bíður þá ekki svartur BMW station, bikasvartur og sjálfskiptur:-) Okkur leið samstundis eins og við værum James Bondar og héldum af stað. Að sitja í bílnum var eins og að sitja í hægindarstóll heima í stofu. En meira um það seinna.

Daginn eftir keyrum við svo til Amalfi. Byrjuðum á því að keyra á ströndina og borða. Við vissum að allt væri mjög dýrt þarna þannig að við áttum að vera undirbúin. En nei, ekki alveg vorum við nú undirbúin undir verðin sem blöstu við okkur. Fljótlaga vorum við þó komin í Polliönu leikinn og mundum að við komum þarna til að hvíla okkur, borða vel og leika ferðamenn. Engin verslun, svo þá skipti kanske ekki máli þó 1 bjór og 1 vínglas kostuðu 10 evrur.

Gististaðurinn okkar var indislegur, hátt í fjallinu með útsýni yfir allt. Herbergið sem við fengum var mjög fallegt, stórt og vel búið húsgögnum, ísskáp og sjónvarp. 2 baðherbergi á gangi sem lá frá herberginu. Mér leið eins og ég væri að koma til ömmu og afa í Víkinni, myndir og puntudót voru næstum alveg eins og í stofunni hennar ömmu og heklaðir dúkar á borðum  og kommóðum. Eigendurnir dásamlegt fólk sem dekraði við okkur á allan hátt og kvaddi okkur með gjöfum.

Við eyddum degi í Pompei og öðrum í Positano. Pompei er stórkostleg. Ég hef séð rústir bæja á Grikklandi en Pompei slær öllu við. Keyptum okkur bók um borgina og sögu hennar þannig að við héldum af stað með einhverja vitneskju. Lásum okkur svo til á korti sem fylgdi bókinni þegar inn i rústirnar var komið. Ég gæti skrifað heila ritgerð um það sem fyrir augu bar og verið er að gera þarna og hefur verið gert. En það bíður betri tíma.

Positano er lítill strandbær rétt við Amalfi. Mjög fallegur og fullur af ferðamönnum. Þetta svæði er vinsælt af auðmönnum og sáum við nokkrar misstórar snekkjur og skútur. Einn bátur var þó merkilegri en aðrir, hann er í eigu eins ríkasta Rússa heims. Hér er linkurinn að bátnum http://www.ricch.com/2008/09/26/giga-yacht-a-the-new-name-for-opulence-on-water/ 

Þetta blogg er orðið langt, svo það kemur annað seinna í dag með fleiri fréttum frá Ítalíu, s.s. þegar við borðuðum kvöldverð með heimsfrægum Hollywood leikara. 

Fært undir .

2 ummæli við “Haustið komið.”

  1. Sigga Rúna ritaði:

    Jahá, frekar dýrt en NÆS!

  2. Sigga systir ritaði:

    Þetta hefur verið hreint æðislegt hjá ykkur. Vona að ég eigi eftir að upplifa eitthvað svona einhvern tímann. Og ekki verra að fá smá tilfinningu af veru hjá ömmu og afa í Vík og geta tengt það nútímanum í útlöndum. Því heimili gleymir maður aldrei og kemur aldrei aftur, en gott að eiga í minningunni. Frábært að þið skylduð geta notið lífsins og slakað á. Ég stefni í Ítalíu þegar ég verð STÓR…. :)
    Kveðja Sigga systir.