Laugardagseftirmiðdagur í vinnunni.

Hæ.

Hér sit ég við skrifborðið og reyni að klára verkefni sem höfu orðið eftir í gær. Ekkert voða spennandi, en verður að gerast.

Gömul (en ung þó) skólasystir mín frá unglingsárunum er hér, hún er að gera tilraunir á sjálfri sér. Ný skilin, sem reyndist mjög erfitt og hefur aldrei farið ein til útlanda fyrr. Alltaf treyst á manninn. Saman komu þau 9 sinnum til Benidorm svo ég dáist að henni fyrir að velja þann stað til að byggja upp sjálfa sig. Hér hrannast upp minningar við hvert skref. Hún gistir í Gemelos þar sem þau hjónin voru svo oft. Þar þekkir hún sig og finnst hún örugg. Það er mjög merkilegt að fylgjast með konu í þessari stöðu.

Hún hringdi í mig fyrir nokkru og var með þessa hugmynd að koma hér, áður en hún færi í heimsókn til annars sonar síns sem býr í Kaupmannahöfn. Niðurstaðan varð sú að hér er hún. Kom á fimmtudagskvöldið, svo hún er rétt að hefja ævintýrið. Svo bjartsýn og ánægð með að hafa stigið þetta skref. Við ætlum út að borða saman í kvöld. Hittumst þegar hún kom og aftur í gær, en ég var fremur framlág í gær. Vélin sem kemur venjulega um kl 01.00 aðfaranótt föstudags kom rétt fyrir kl. 05.00 í gærmorgun. Svo ég kom heim kl. 07.30, mátulega þegar Gabriel var að fara á fætur. Ég fékk mér morgunmat, enda ofursvöng eftir alla nóttina, svo skreið ég í rúmmið. Styllti klukkuna á 11.00 því ég ætlaði í vinnuna. Rétt fyrir 10.00 hringdi síminn, vitlaust númer, en ég sofnaði ekki aftur. Svo ég dreyf mig á fætur, gerði nokkur verk heima, eins og t.d. að bjóða Gaua og Binna á morgunkaffi, þvo og strauja. Síðan fór ég í vinnuna og eftir því sem leið á daginn fann ég meir og meir fyrir því að hafa nær ekkert sofið í einn og hálfan sólarhring. Gabriel sótti mig kl. 19.00 þar sem ég sat með skólasysturinni við spjall og við drifum okkur heim. Horfðum á mjög góða mynd með Morgan Freeman og Jack Nichols? ekki viss um stafsetninguna. Gamlir menn sem áttu nokkra mánuði ólifaða, úr sitt hvorri stétt mannlífsins en voru leiddir saman af sjúkdóm sínum. Ekki man ég hvað hún heitir, en mikið er þetta sterk og góð mynd. Ég náði að halda mér vakandi alla myndina:-) svo beint í rúmmið.

Snemma á fætur í morgun. Gabriel á helgarvaktina en eins og alltaf vinnum við saman þegar annað á vakt. Í fyrramálið ætlar hann að kafa svo ég vinn fyrir hann, þannig vinn ég mér inn punkta;-) Næstu helgi á ég svo vaktina. Síðan er það Ítalía.

Verð að vinna svolítið meira:-)

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.