Helgin að enda komin.

Sunnudagskvöld og börnin búin að vera í mat. Kettirnir komu líka, Bragi Gauason hress og kátur að vanda, vill endalaust vera að leika sér og skoða. Xeno Binnason, hógvær eins og alltaf, gengur varlega um og skoðar, finnur sér svo öruggan stað til að leggjast niður á og hreifir sig ekki fyrr en þeir feðgar fara heim. En þeir tveir eru miklir vinir eins ólíkir og þeir eru, Bragi og Xeno.

Maturinn heppnaðist vel og allir voru glaðir. En, líka hálfþreyttir, trúlega þessi mikli hiti sem verið hefur í dag. Allir voru búnir að vera í sólbaði og sundi eða liggja hálfsofandi fyrir framan sjónvarpstækin allan daginn. En, nú þegar ég er búin að ganga frá eftir matin og uppþvottavélin malar í eldhúsinu, ætla ég að fara í pottinn og njóta næturinnar. Enn eru flöktandi kertaljós um allt terrasið mitt og ég vil njóta þess áður en ég fer að sofa.

Góða nótt.

Fært undir .

Ein ummæli við “Helgin að enda komin.”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  Vá, enn nógu heitt til að fara í pottinn á kvöldin??
  Hefði sko ekkert á móti því að leggjast þar með þér og horfa á stjörnurnar og spá í merkin.
  Að vísu var blíða hér í dag og nutum við hennar í garðinum í ýmsum leikjum, rólu og þyrlusnúning.
  Fengum svo Bjögga bró og fjölskyldu í stutta heimsókn sem var virkilega gaman, Steinunn Birta dugleg að stækka :-)
  Jæja, njóttu hitans á meðan hann varir.
  Besos mi carino.