Nýir skór!

Gleymdi að segja ykkur að ég keypti mér aðra Swarovski skó. Ekki að ég sé komin með merkja dellu heldur bara eru þeir slíkur klassi. Þetta var nú bara svona tilviljun. Þekki konu sem á fínar kjólabúðir í nágreni skrifstofunnar og ég kíki stundum inn. Til hvers veit ég ekki því ég hef efni á því að kaupa flík þar nema á nokkurra ára fresti. Alla vega, trítlaði inn og við hófum tal saman. Ég dáðist að skónum sem eru silfur bandaskór með marglitum kristöllum, gala skór. Hún bauð mér þá á fínu verði því þeir höfðu verið notaðir á týskusýningu, svo út fór ég með spariskó næstu ára.

Annars er ég heima. Svaf ekki nema 3 tíma og þar sem tölvan kom heim með mér í gær ákvað ég að vinna að heiman og geta dundað við  fleira. Átti jú von á matargestum í kvöld, en frúin fótbrotnaði í gær þannig að ekkert verður úr. Svo við þáðum matarboð sem lá á borðinu hjá okkur. Erum boðin á veitingastað í Altea. Nei, ég ætla ekki í nýju skónum, en gæti farið í þeim sem ég keypti um daginn.

Svo nú er ég orðin syfjuð aftur og ætla út í sólbað og sofna kanske smá. Þarf að fara á fund kl. 18.00.

Fært undir .

Ein ummæli við “Nýir skór!”

 1. Sigrún Sigmarsdóttir ritaði:

  Elsku Kristín mín
  Ég þekki þetta með skónna, sjálf þvílík skófrík. Svo það er í allt í lagi að kaupa svona fína skó. Maður fær ekkert samviskubit, alllaveg ekki ég !!!!!! En það er fínt að þú átt núna “spariskó” fyrir næstu árin.
  Sakna þín,
  love u
  Sigrún
  p.s þú verður aðp koma í þeim þegar ég kem út n.k sumar…. Verð að fá að sjá þá sko. o.k ?