Fimmtudags-faratjóri.

Þá er farastjóraleikurinn hafinn á ný. Nema núna er ég vinnandi á fimmtudögum og svo ef á mér þarf að halda þess á milli. Klukkan er núna 05.00 á föstudagsmorgni og ég nýkomin heim úr “transfer” til og frá flugvellinum. Þetta var óvenju langt transfer því ég fór með gesti á Benidorm, Albir og alla leið til Calpe. Þegar ég svo kom heim kl 04.30 fór ég að strauja:-) Það er svo gaman, eða þannig. Nei, ég hafði þvegið áður en ég fór og þar á meðal var kjóll sem var svona akkurat mátulegur til a strauja að ég týmdi ekki að láta hann þorna meir. Svo er ég búin að kíkja í mbl.is og nú er ég að hugsa um að fara að sofa, það er jú vinnudagur á morgun. Svo er Gabriel búin að bjóða fólki í mat annað kvöld.

Hitinn lækkar lítið, í dag voru 33C og nóttin er yndislega hlý. Ekki kvarta ég undan hita því hann hentar mér mjög vel, en verð þó að viðurkenna að maður er þreyttari í hitanum heldur en þagar kalt er. Sumir eru að spá okkur köldum vetri en ég ef ekki skoðun á því. Vona þó að svo verði ekki. Bara þoli ekki kulda.

Hins vegar spái ég því að kreppan fari að lagast á næsta ári. Mörgum finnst ég full bjartsýn, en ég stend við það. Ekki að allt verði gott á augnabliki, allt tekur sinn tíma. En hægt og rólega fara hlutirnir að færast í góðæri aftur.

Við finnum fyrir þessu hér í ferðamanna iðnaðinum. Veitingastaðir kvarta, svo og hótelin. Við sem erum með íbúðargistingar erum þó sátt. Fólk leigir sér heldur íbúð þar sem það getur eldað og útbúið nesti til að fara með á ströndina. Spánverjar koma með bílinn fullan af mat, sama gera Portugalir. En þetta fólk lætur þó eftir sér að fara í strandarfrí, en eyðir bara minna í veitingahús. Svo við erum sátt með sumarið enn sem komið er, en þurfum meiri nýtingu í september, erum fullbókuð til 12. sept. en eftir það eru of mörg göt. Svo endilega ef þið eruð að hugsa um að skreppa í sólina, komið þá til okkar:-)

Farin að sofa.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.