3 færslur á einum degi.

Það er ekkert að þó ég bloggi þrisvar á sama sólarhringnum. Bara svona til að segja ykkur hvað plön fara iðurlega úrskeiðis. Sólbaðið og afslöppun í dag…hvert fór það? Jú, Binni minn kom í heimsókn um hádegisbilið, til að hjálpa mömmu smá með tölvuna. Hann var svangur og þóttist ekki eiga neitt að borða, þyrfti að hjóla í súpermarkaðinn til að kaupa í matinn. Mömmur eru gjarnar á að vorkenna afkvæmun sínum við ótrúlegustu aðstæður. Ég er engin undantekning. Svo ég fór í eldhúsið og saxaði lauk og grænmeti, setti í pott og steikti, skvetti góðum slatta af rauðvíni yfir og lét sjóða niður. Setti þá tómate fritó (steikta tómatmaukið) og lét sjóða um stund. Kryddaði með Piri piri kryddi, setti vel af því, við viljum matinn sterkan við Binni. Setti svo að lokum sýrðan rjóma saman við sósuna. Á meðan á þessu stóð sauð ég pasta skrúfur og setti þær að lokum í sósuna. Allt tók þetta 10-15 mín. og við borðuðum sæl saman. Gabriel kom svo stuttu seinna, öllum a óvörum því ég hélt að hann væri í ræktinni, og borðaði afganginn.

Svo að lokum skellti ég mér í sturtu og gerði mig klára fyrir vinnu.

Við vorum svo að borða úti með ungum vinum frá Úkraníu í kvöld. Verulega gaman.

Helgin er óplönuð og best að hafa hana þannig, þá er maður svo dásamlega frjáls.  

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.