Til hamingju landar!!!

Ég á nú bara ekki orð til að lýsa því hversu ég var ekki tilbúin að trúa að Ísland ynni leikinn vð Spán. Það hefur alltaf verið þannig að strákarnir okkar klúðra hlutum á síðustu augnablikum. EN, í dag, nei. Þetta var á heildina hinn besti leikur, best var auðvitað að þeir skyldu vinna svona örugglega. Ég sat ein á bar og horfði á leikinn:-( Spánverjar voru of uppteknir af körfubolta leiknum, en Spánn var líka í semi-final þar, og vann. Báðir leikir á sama tíma. Síðasta sem ég sá af körfunni var að líklega mætir Spánn USA. En að sitja ein og grenja að leikslokum var ekki alveg ég, en ég gerði það nú samt. Það er stutt í þjóðarstoltið og hjartað sem hefur sterkar tilfinningar. Eigendur barsins þekkja mig vel og gátu alveg skilið tilfinningar mínar, eru Spánverjar:-) og fögnuðu með mér. Buðu mér upp á hvítvinsglas og skáluðu.

Anars var ég að hugsa um að láta bloggið heita Öskubuska.

Þannig var, að ég keypti mér um daginn Á ÚTSÖLU, skó/háhæla sandala með Swarovsky kristölum. Ekkert smá flottir. Fóðraðir undir ylina með tígris-flaueli. Ég hafði hugsað mér að nota þá spari, og fór í fyrsta sinn í þeim í matarboð, en þeir eru svona líka þægilegir og flottir, að ég dróg þá á fætur mér í morgun í tilefni dagsins. Ég ætla líka að vera í þeim þegar Íslsnd mætir Frakklandi i úrslitum, kanske skórnir hafi töframátt??? Til hvers að geyma fallega muni/föt til betri tíma? Verð ég endilega með heilsu eða lifandi þegar “spari” tækifærið gefst? Hér eru alltaf tækifæri til að punta sig, hver dagur er puntudagur.

Anna og Nína fóru í gærmorgun, eftir dásamleg viku sakna ég þeirra hræðilega. En ég byrjaði líka í farastjóraleik í gær. Ungu farastjórarnir sem voru hjá ÚÚ+Sumarferðum í sumar eru farnir, þannig að ég er komin inn aftur, ekki í fulla vinnu, heldur flugvallarferðir og annað sem til fellur. Það hentar mér mjög vel.

Nú eru bara 4 vikur þar til við Gabriel förum til Ítalíu…og hlakka ég til??? Ó já.

Fært undir .

2 ummæli við “Til hamingju landar!!!”

 1. Nanna ritaði:

  Sælar vinkona og til hamingju með sigurinn!!! Það er nú bara skylda að fella nokkur tár við svona aðstæður.
  Ég skora á þig að klæðast punt skónum á sunnudaginn….viss um að þeir hafa áhrif:)
  Hafðu það gott
  Knús Nanna

 2. Sigga systir ! ritaði:

  Erum enn að halda upp á sigurinn…..í vinnunni var búið að skipuleggja daginn. Klukkan hálf tólf borðuðum við öll saman glæný brauð og gómsætt álegg. Síðan settumst við öll inní stærsta fundarherbergið okkar og þar var búið að koma fyrir breiðtjaldi. Geggjuð stemming og æðislegt að horfa svona öll saman og allir jafn æstir….:) Endurskoðendurnir tóku fram hvítvín og rauðvín til að skála í að loknum GLÆSILEGUM sigri og allir fengu smá skál. Síðan var reynt að setjast niður við borðin sín og vinna en allir voru eitthvað hálf eirðarlausir. Hættum því öll í vinnu í fyrra falli og vorum í raun hálfþreytt eftir spennuna alla. Engu að síður frábær og ótrúlegur árandur hjá strákunum í norðri. ÁFRAM ÍSLAND……..VIÐ ERUM BEST…..OG FLOTTUST… JÁ OG ÁFRAM HANDBOLTI…….FLOTTASTA BOLTAÍÞRÓTTIN…..
  Kveðja Sigga systir.