Spænskt/Íslenskt sveitalíf.

Jæja, nú er ég dálítið hvumsa. Ekki það, ég þykist þekkja sveitamenningu hinna ýmsu þjóða. EN, móðurbróðir Gabriels og hans fjölskylda voru í mat hjá okkur í kvöld. Þau mættu með lambið, úr sinni sveit og við sáum um restina. Þau búa sem sagt í Baskalandi, ekki að það sé svona sveitó, því ég hef verið þar og fengið best mat “ever”. En þau koma úr litlu samfélagi sem er nákvæmlega eins og íslenskt var/er. Með lambið og öll innyflin+dindilinn af lambinu. Átti að setja dýrðina í ofn en Gabriel sem er svo nýtískulegur notar grillið. Það runnu tvær grímur á familíuna en aðvitað samþykktu þau að húsbóndinn fengi að elda að sínum sið. Hvílíkur fnykur meðan verið var að grilla ýmsa parta af lambi+innyfli. En við vorum búin að gera salat og baka kartöflur…haldið ykkur nú! Þau höfðu aldrei séð bakaðar kartöflur fyrr, og undruðu sig mjög á því hvað þær héldust lengi heitar í álpappírnum.

Þetta er ekki skrifað sem grín né niðurlæging á fólk sem kemur úr sveitahéruðum, heldur sem minnisvarði um það sem einu sinni var á Íslandi, þ.e. þegar ég var barn. Gabriel sem elskar lambakjöt var ekki mjög hrifinn, því kjötð var náttúrulegt, ekki verið meðhöndlað af kjötiðnaðarmönnum. Öll fitan og +++ flaut með,en verst þótti honum að horfa á dindilinn. Og ég held honum hafi blöskrað innyflin.

En kvöldið var mjög skemmtilegt, eftir enn skemmtilegri 90 ára afmælisveislu ömmu í gær. Sú kann að njóta lífsins og eftir 2 vínglös er hún orðin hrókur alls fagnaðar. Veislan stóð frá hádegi fram á kvöl.

Anna, Nína og ég fórum í spa og heilsunudd í dag, það var nú meiri dásemdin. Við þurftum svo sannanlega á þessu dekri að halda.

Þar sem ég vinn á morgun (Gabriel fer að kafa) þá verður dagurinn óskráð bók. En á mánudaginn tek ég bíl á leigu og við stelpurnar ætlum ti Alicante í stórt “mall” sem er þar”. 

Svo nú er bara að bjóða góða nótt:-)

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.