Skemmtilegt þetta líf:-)

Það er svo mikið að gera við að hafa gaman að það er bara að verða fullt starf. Í gærkvöldi bauð ég 5 konum í mat, Gabriel fór í næturköfun svo mér þótti upplagt að halda boð. Hafði lengi ætlað að bjóða einni og hinar í stuttri heimsókn hér, nema systir Gabriels sem fékk að fljóta með. Þannig að við borðið sátu 3 íslenskar konur, 2 enskar og 1 spænsk.

Ég var með mikið af dæmigerðum spænskum smáréttum í forrétt og í aðalrétt geysi góðan kjúklingarétt sem ég hef gert síðan ég var ung. Keypti einhverntíma matreiðslubók þegar ég var á Ítalíu og hún hefur verið mikið notuð í gegnum árin. Rétturinn auðvitað breyst frá því sem stendur í bókinni, en það bara tilheyrir. Gabriel ver svo elskulegur að koma heim á miðjum degi til að gera fylltar paprikur “a la Alcoy”, en það er sérréttur frá hans heimaborg. Stórar rauðar paprikur eru fylltar með hrísgrjonum, ferskum túnfisk, svoldið af niðursoðnum paprikum, tómatmauki og kryddi sem búið er að láta malla smá stund á pönnu. Pakkað inn í álpappír og soðið í hraðsuðupotti (þessum með þrýstinginn). Þetta er einn af mínum uppáhalds réttum. Þetta var annar af aðalréttum kvöldsins. Í eftirrétt var svo tiramisu og súkkulaðikaka.

Nóttin var eins og best var á kosið, heit, mátulega rök og blankalogn.

Í kvöld koma svo Anna frænka mín og vinkona og Nína dóttir hennar. Það verður sko gaman. Við erum allar búnar að vera að telja niður fram að fagnaðarfundinum. Ég er að hugsa um að labba út og kaupa miða handa okkur á tónleika Julio Iglesias sem verða í nautabanahringnum á laugardagskvöldið. Hann er að halda upp á söng afmæli, en ferill hanns hófst hér þegar hann ungur að árum og vann söngvakeppni Benidorm sem haldin er árlega.

Svo fjörið heldur áfram:-)  

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.