Aftur komin sunnudagur!

Ótrúlegt hvað vikurnar líða hratt. Ég sé að ég bloggaði síðast á sunnudaginn var, margt hefur nú gerst síðan þá. Ég hætti í farastjóraleiknum á fimmtudaginn var og mikill léttir að vera ekki lengur á 24 tíma símavakt. Ég skráði mig inn á facebook og fann þar m.a. vinkonu sem ég hef ekki heyrt frá í fjölda ára, og fann út að hún býr og starfar í Jórdaníu. Þetta er mjög skemmtilegt, en ekki ætla ég að hætta að skrifa e-mail og blogga.

Gabriel átti afmæli í gær og hédum við upp á það í 2 daga:-) Á föstudagskvöldið var matarveisla fyrir karlahóp sem hann tilheyrir, svona nokkurn konar saumaklúbbur!!!nema hvað þeir fara út að borða saman og yfirleitt stendur það fram undir morgun. En kvöldið var mjög gott, veðrið auðvitað stórkostlegt, svo að ég gat verið með logandi kerti um allt terrasið. Meðan þeir borðuðu dundaði ég inni á milli þess sem ég bar á og af borðinu. Hann fékk flott rauðvínsglös, mikið af góðum rauð- og kammpavínum+snyrtivörur. Ég kom honum heldur betur á óvart og gaf honum ferð til Ítalíu í september, nánar tiltekið á Amalfi ströndina, í sjálfan Amalfi bæinn. Þar höfum við átt heimboð lengi hjá kunningjum sem eiga lítið hótel hátt í fjallinu. En allir litlu bæirnir á Amalfi strandlengjunni eru byggðir í fjallshlíðum upp frá sjónum. Búið er að plana skounarferðir með okkur til Capri (þau eiga bát), enda stutt yfir til Capri, við ætlum að heimsækja Pompei og svo bara að slappa af í 5 daga eftir erfiðan vetur og annasamt sumar. Þegar við svo snúum heim aftur bíður okkar að hefja endurskipulagninguna í fyrirtækinu sem við höfum ákveðið að gera.

Í gær, á sjálfan afmælisdaginn borðuðum við í hádeginu í snekkjuklúbbnum í Altea og löbbuðum svo um bryggjurnar og létum okkur dreyma um að eignast einhverntíma svona bát, eða þennan bát… Í gærkvöldi buðum við svo Binna, Gaua og Saray konu hans í mat. Með Binna kom Xeno, kisan hans sem sjaldan fer í heimsóknir og var því mjög gaman að fá hann. En það komu líka boðsflennur, þegar við vorum að enda við að borða kom þessi líka stóri kakkalakki trílandi til okkar, hann var ekki velkomin og því vísað frá, reyndar hjálpað inn í eilífðina. Svo þegar við vorum að ganga frá í eldhúsinu eftir matinn kom ekki frændi hans og ekki minni. Við vorum að segja Gabriel og ég ,að þetta er í fyrsta skipti sem við sjáum kakkalakka hér, þeir voru hins vegar tíðir gestir hjá okkur þegar við bjuggum í miðbænum. En auðvitað eru þeir allsstaðar, og þó ótrúlegt sé þá fljúga þeir, þó ekki séu þeir hæfir til langfluga, þá nægja vængir þeirra til að bera þennan þunga skrokk svona á milli húsa.

En nú sit ég hér og svitinn rennur niður bakið á mér, hlusta á CD sem ung vinkona okkar var að syngja inn á og gaf okkur um daginn. Hún er ekki nema 13 ára og tók hann upp í litlu stúdíó hér. Ekki er hann nú til sölu, heldur gefur hún vinum pabba og mömmu ofl. diskinn. Hún er skosk og talar ekta skosku en fer bara vel með enskuna í söngnum. Röddin er mikil en þarfnast eðlilega þjálfunar, en hún gæti átt góða framtíð á þessari braut.

Þar sem Gabriel er að kafa og ég búin með morgunverkin;-) ætla ég nú í sólbað.

Vonandi heldur góða veðrið áfram hjá ykkur á Íslandi.  

Fært undir .

Ein ummæli við “Aftur komin sunnudagur!”

 1. Nanna ritaði:

  Sælar vinkona
  Til hamingju með kallinn…kysstu hann síðbúnum afmæliskossi frá mér:)
  Ertu líka til í að senda mér á e-maili; símanúmer hægt er að ná í þig í, ásamt tíma dags sem heppilegur fyrir smá spjall.
  Love and kisses
  Nanna