Paella, sól og hiti.

Sunnudagur og ég var búin að vinna kl 11.00. Ég er á helgarvakt eins og ég er kanske búin að nefna og er svona ljónheppin að í morgun var ég búin að hleypa út kl.11. Því miður eru engir að koma inn í dag, en það var mikið að gera í gær, var ekki búin fyrr en undir miðnætti, svo einn rólegur dagur er vel þegin. Fór í sólbað og Gabriel gerði Paellu, hvílík himnasæla. Hann er bara besti Paellu kokkur í heimi:-) Gott rauðvín með. Við duttum niður á mjög gott rauðvín, fyrir nokkrum vikum, frá uppáhalds héraðinu okkar, en það sem best er, er að flaskan kostar ekki nema rúma 3 evrur. Svo, þetta vín er orðið daglega matarvínið okkar og keypt í kössum. Undir venjulegum kringustæðum dugir 1 flaska okkur í tvær máltíðir. Það er hins vegar ekki þannig þegar við opnum dýra, góða flösku. Þá sötrum við hana á einu kvöldi og njótum vel.

Á næsta föstudag ætlum við að halda upp á afmæli Gabriels, hann á afmæli á laugardaginn 2. ágúst. Búin að bjóða karlahóp í mat og ég er að setja saman matseðilinn. Það er reyndar ekki mjög flókið, hangikjöt, flatkökur, reyktur og grafinn lax, íslenskur kavíar, sushi, og grillaðar nautasteikur. Þetta hljómar örugglega skelfilega, en eins og borðhald er hér mun þetta allt koma eftir kúnstarnnar reglum. Eitthvað langar mig að gera fleira en sjáum til.

Í kvöld ætlum við í bíó að sjá Something happened in Las Vegas, en þar til er það sólbað. Gabriel situr í pottinum og ég að bráðna hér svo nú er að hoppa í pottinn og taka svo síestu á sólbekknum.

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.