Gaua hent út úr eign húsi..

Ekki erum við nú bestu foreldrar í heimi Gabriel og ég, héldum þó annað;-)

Hentum bara Gaua og sambýliskonu hans út af heimili þeirra í gær. Af hverju? Okkur vantaði íbúð til leigu og þar sem Guðjón eldri er alltaf á Íslandi og Gaui hefur flutt vinnuaðstöðu sína heim tl pabba síns, þótti okkur tilvalið að þau bara flyttu þangað. Best fyrir alla, svona peningalega séð. Eða þannig:-)

Ég ber ábyrgð á tvíbókun sem engin leið var að redda, fólkið að koma inn á morgun, örugglega búin að hlakka lengi til að komast í frí og heimsækja mömmu og manninn hennar sem búa hér í húsinu. Svo hvað gat ég gert? Gaui hafði verið búin að tala um það að hann vildi gjarnan leigja íbúðina sína yfir sumarmánuðina þar sem hann hvort sem er eyðir 80% sólarhringsins i íbúð pabba síns. SVO…mamma klúraði bókun og unga parið fékk hálfan sólarhring til að flytja út. Og geri aðrir betur. Að flytja heimili sitt og allar prsónulegar eignir, hafandi búið 4 ár í íbúðnni, það er ekki létt verk. En þeim tókst þetta og kl. 09.00 í morgun voru ræstitæknar frá okkur mættar á staðinn til að fullkomna verkið.

Gaui minn sem ekki er heilsuhraustur stóð sig eins og hetja. M.a. er hann með hægri handlegginn í fatla því hann greindist í vikunni mð tennisolboga. En allir lögðust á eitt, við, Binni og fleiri svo þetta varð mögulegt. Ég hefi aldrei trúað slíku.

Nú hefur hitinn rokið upp enn og aftur og farþegarnir sem í gær kvörtuðu því það var skýjað, kvörtuðu í dag yfir allt of miklum hita. Svo hvað gerið aumur frastjóri? Brosir og segir “það er sumar á Spáni”, veðrið sl. 2 daga var nefnilega einsdæmi í yfir 10 ár (i júlí). Það bara rignir ekki hér frá apríl fram í nóvember í venjulegu ársferði.

Farin að sofa. Góða nótt:-) 

Fært undir .

2 ummæli við “Gaua hent út úr eign húsi..”

  1. Kristín mágkona ritaði:

    Vonandi lagast olnboginn á GB, lýsi er þar nauðsynlegt !
    Glímum við flugþreytu eftir heimkomu frá San Francisco, annars allt í góðu lagi :) Bestu kveðjur til allra og góða skemmtun hjá ykkur systrum saman.

  2. GB ritaði:

    Vinstri handleggurinn var það en ekki hægri