Vinna og meiri vinna.

Þá er maður komin í hversdgsleikann aftur eftir hreint stórkostlega daga í Budda sentrinu. Kom heim á sunnudags eftirmiðdag og hófst handa ásamt Gabriel við að undirbúa matarboð! Já, við vorum með boð. Enskir gestir sem búið var að bjóða fyrir löngu og áttu að koma á laugardagskvöldinu, var frestað fram á sunnudag svo frúin í húsinu kæmist í hvíldarhelgi. Mjög skemmtilegt kvöld. Svo í gærkvöldi var aftur matarboð, gestir voru ungir vinir frá Úkraníu (sonur og tengdadóttir vina okkar þar) Gaui, sem er mikilll vinur unga mannsins og Úlfur Uggason frændi minn og góður vinur Gaua sem komin er í heimsókn til frænda síns eins og svo oft áður. Binni gat því miður ekki verið með okkur þar sem hann var að koma frá Hollandi og var upptekinn við annað. Kvöldið heppnaðist frábærlega vel. Úlfur er kokkur sem hefur unnið víða um heim, m.a. á Michelin stað í Frakklandi. Hann svo og aðrir við borðið voru mjög ánægðir með matinn. Svo í kvöld ætlum við að slappa af, ég trúi að ég fari bara að sofa snemma.

Gabriel notaði tímann meðan ég var í Budda sentrinu til að slappa af heima á kvöldin en kafa bæði laugardag og sunnudag. Ekki fann hann hafmeyjar, en lék sér með höfrungum fyrir utan Altea áður en hann stakk sér á kaf.

Ég er svo að reyna að vinna mig niður úr bunkanum sem beiðn mín. Sigga systir og fjölskylda koma næstu nótt þannig að á fimmtudaginn vil ég vera komin það langt í vinnu að ég geti alla vega hitt þau í hádeginu.

Svo það breytist ekkert hér. Alltaf nóg að gera. Svo er ég að fara að leysa farastjóra Heimsferða af í 2 vikur þannig að helgin í einangrun var mjög kærkomin.

Kveðja úr hitanum á Benidorm. 

Fært undir .

Lokað hefur verið fyrir ritun ummæla.