Ektamaki.

Sigga Rúna tengdadóttir mín kommentaði á bloggið mitt “bolti,party…”og spyr hvað orðið ektamaki þýði. Ég geri ráð fyrir því að hún sé að strýða mér, þekkjandi mína. En ég sló upp orðabók Háskólans þar sem ég gleymdi að ath. þetta í íslensku orðabókinni sem ég á heima. Fyrir mér hefur þetta orð alltaf þýtt eiginmaður, og ektakvinna, eiginkona. Háskólinn staðfestir þetta og segir jafnframt að elstu heimildir um notkun orðsins séu frá 1635. Svo kemur langur listi yfir setningar þar sem orðið kemur fram.

Þannig að Gabriel er minn ektamaki og ég hans ektakvinna. Annað hljómar íslenskt hitt danskt :-)

Fært undir .

Ein ummæli við “Ektamaki.”

  1. Kristín mágkona ritaði:

    Já, við sem erum fædd rétt eftir miðja síðustu öld erum farin að tala forn-íslensku.
    Í síðustu viku var spurning dagsins í Fréttablaðinu til Sigurðar Líndal lagaprófessors “Sigurður, hlakkar þér ekki ýkt til þegar liðið verður orðið ókei að skrifa og allt þannig, eða hvað?” hann svaraði “Málfarið er þannig að ég skil ekki spurninguna”. Spurningin var sett fram vegna þess að Sigurður segir vankunnáttu háskólanema í íslensku valda kennurum auknu álagi. :)