Sigurglöð þjóð.

Við unnum:-)

Ég verð að viðurkenna að mér datt aldrei í hug að þetta tækist, eftir að hafa fylgst með því hvernig Þjóðverjar hafa spilað. En það kom berlega í ljós í kvöld hvorir voru betri.

Við horfðum á leikinn í stórum hópi góðra vina, íslenskra, úkranískra og skoskra. Frábært kvöld, en þar sem við þurfum að fara snemma á fætur í fyrramálið fórum við heim eftir leikinn. Að keyra í gegnum Benidorm var ævintýri, ég hef ekki orð til að lýsa stemmingunni. Núna er sjónvarpið í gangi hjá okkur og verið er að tala við mæður og ömmur leikmenna okkar og þær að tjá tilfinningar sínar. Hallærslegt??? Það er smekksatriði.

Fólk var farið að safnast saman á torgum um allan Spán á miðjum degi, alls staðar voru stórir sjónvarps skjáir og mikill spenningur. Í Madrid var hitinn geysilegur (eins og um allt land) og var slökkvulið borgarinnar á torgum til að sprauta vatni yfir fólk vegna hitans. Ókeypis sturtur sem örugglega voru vel þegnar. Hjá okkur fór hitinn í 38C í dag. 

Nú er (í sjónvarpinu) farið að fagna með leikmönnum og það er hallærislegt, allir á freka ósexy nærbuxum (allir eins) hellandi kampavíni yfir hvern annan.

En það sem gladdi okkur sérstaklega var, að þegar við komum heim biðu mörg e-mail frá Íslandi og öðrum löndum þar sem vinir voru að óska okkur til hamingju með sigurinn.

Síðast vann Spánn 1964, svo það var komin tími til. Til hamingju.

Fært undir .

2 ummæli við “Sigurglöð þjóð.”

  1. Kristín mágkona ritaði:

    Til hamingju með sigurinn :)

  2. Sigga systir ritaði:

    Til hamingju með flottan sigur. :) Sigga sys.