Húsmæðraleikur.

Ég er heima í dag. Hvílíkur lúxus. Úti er hitinn að drepa alla, það er sama hér og annars staðar, veðrið er eitt vinsælasta umræðuefnið. Hitinn er vel yfir 30C nánar tiltekið á þessari mínútu 33,1C og mikill raki þannig að fólk vill helst sofa. Þar sem helgin mín fór í að vera að heiman, þá fékk ég frí frá skrifstofunni í dag til að þvo og strauja. Ég er auðvitað með tölvuna heima þannig að ég vinn eins og aðra daga, munurinn er bara sá að ég er hálfnakin og ómáluð;-)

Gabriel og Gaui hafa notið góðs af. Komu í morgunkaffi og hádegismat. Gabriel myndi alveg þyggja að hafa konuna heima dag og dag svo hann fengi mat í hádeginu og gæti tekið 1-2 tíma siestu. En nú er ég orðin ein og ætla í sólbað:-)  Vá…það er lúxus sem ég hef ekki fengið lengi. Klukkan er að verða 17.00 svo nú er rétti tíminn til að fara í sólina.

Þjóðin er með timburmenn, fagnaðarlæti vegna sigurs Spánar á Ítölum í gærkvöldi ætluðu engan endi að taka, hef fylgst með því í sjónvarpinu í dag. Við í þessu húsi fórum nú bara að sofa eftir leikinn, en mikið hlökkum til fimmtudagsins, Spánn/Rússland. Þó við höfum unnið fyrri leikinn við Rússa 4-1 er engin komin til með að segja að sá næsti verði auðunnin, eða unnin yfir höfuð. 

Í kvöld verða mikil veisluhöld á götum úti því á miðnætti gengur Jónsmessan í garð. Þá eigum við öll að stinga okkur í sjóinn á miðnætti. Margar skemmtilegar brennur verða brendar og áfram halda Spánverjar og gestir landsins að skemmta sér. Lífið hér er ein stór FIESTA. En nú er ég farin í sólin í eins og klukkutíma (ef ég hef þolinmæði til).

Fært undir .

Ein ummæli við “Húsmæðraleikur.”

  1. Sigga systir ritaði:

    Hæ hæ systa. Kláraði síðasta próf í morgun…úff…þvílíkur léttir. Fór ekki að vinna eftir hádegi, við mamma fórum í kirkjugarðinn en hún og Kristín mágkona voru búnar að setja svo mikið falleg blóm á leiðið hans pabba. Sendi þér myndir af því. Hér á höfuðborgarsvæðinu er búin að vera þvílík bongóblíða dag eftir dag eftir dag. Allt að 19 stiga hiti hjá okkur í fossvoginum :) (og yndislegt eða þannig að hafa þurft að hanga inni yfir skólabókum) . Nú hefst vinnutörn fram að fríi og þá komum við til Spánar, þyrftum sjálfsagt ekki að fara út fyrir landsteinana til að ná okkur í sól eins veðrið hefur verið hér síðasta mánuðinn en so—anyway–alltaf gaman að fara til útlanda :) Bestu kveðjur og já til hamingju með sigurinn í gær Spánverjar, flott hjá strákunum :) Sigga