Fótbolti:-)

Alveg gleymdi ég í fyrra blogginu mínu í dag að minnast á fótboltann. Það er slík hátíð núna meðan hann er í gangi. EH, það er Evrópu keppnin á spænsku. Kann ekki skamstöfunina fyrir hana á íslensku.

Í gærkvöldi, 17. júní, horfðum við hjónin ásamt Gaua á báða leikina samtímis á skoskum bar sem vinir okkar eiga. Ítalía/Frakkland til hægri og Holland/Rúmenía til vinstri. Æði. Við fengum okkur að borða á barnum og héldum heim eftir leikina. Hefðum viljað sjá Rúmeníu vinna Holland því þá væru Ítalía og Frakkland farin heim, en það varð ekki og við erum mjög sátt vð úrslitin. Í kvöld er svo mega leikur, Spánn og Grikkland. Ég var búin að ætla að hafa frænku mína og börn hennar í mat en frestaði því vegna leiksins. Já! ég er svona mikil fótboltakerling. Við vorum að gantast með hvorum megin drottningin okkar yrði í kvöld. Þessi dásamlega konungsfjölskylda er mikil íþróttafjölskylda og drottningin var grísk prinsessa áður en hún giftis Juan Carlos. Það er auðvitað orðið svo langt síðan að hún hlýtur að vera orðin spænsk, eða þannig. Annars átti ég dálítið bágt í leik Spánar og Svíþjóðar sl. laugardag. Ég er nefnilega svolítið beggja blands þó ekki hafi ég nú búið lengi í Svíþjóð. En, sem sagt, í kvöld verðum við mætt við sjónvarpstækið heima til að sjá leikinn. Vonandi gerið þið það líka;-)

Fært undir .

Ein ummæli við “Fótbolti:-)”

 1. Sigga Rúna ritaði:

  Jahérna kona, horfa á fullorðna karlmenn hlaupa um eins og vitleysinga á eftir einhverri skinntuðru… nei takk.
  Ég get ekki horft á leik, tók út kvótann fyrir mörgum árum, þar sem eina sem var horft á var fótbolti. En þeir eru ansi “hot” margir hverjir leikmennirnir, hihhihiiiiiii.
  30+stiga hiti, nammi nammi nammi, klístur og babypúður á innanverð lærin :-) sakna þess að búa á spáni.
  Tara er strax orðin útitekin og set ég samt vörn á hana, hún erfði víst mína húðtýpu og þolir illa sól :-( við verðum aldrei BRÚNAR….buuuhuuu, en ljósa húðin er líka falleg :-)
  Hafið það gott í sólinni og hitanum, Besos.