17. júní!!!

Til hamingju með daginn Íslendingar. Hér verður lítið um dýrðir í dag. Ferðaskrifstofurnar hvetja fólk til að eyða deginum í vatns rennibrauta garðinum Aqualandia og verða þar með hlaðborð milli 13.00 og 15.00. Og, diskótekk sem er mjög vinsælt af ungum Íslendingum auglýsir Íslendingahátíð í kvöld og nótt. Við erum annars auðvitað bara í vinnunni. Hitinn fór í fyrsta sinn yfir 30C í gær og verður aftur þannig í dag svo nú er sumarið loks komið. Ég er að hugsa um að bregða mér í Budda sentrið mitt helgina, finn orðið mikla þörf til að komast þangað. Komist ég, fer ég snemma á föstudaginn og verð fram á sunnudags eftirmiðdag. Læt ykkur vita;-)

Fært undir .

2 ummæli við “17. júní!!!”

 1. Sigga systir ritaði:

  Hæ hó jíbbí jei og jíbbííí jei, það er kominn 17. júní :)
  Gleðilega þjóhátíð elsku dúllan mín :)
  Frábært hjá þér að deita Búdda um næstu helgi.
  Hér er geðveikt veður 18 stiga á mælinum hjá okkur og glaða sólskin. Ég að er migla í skýrslugerð (frá því eldsnemma í morgun) fyrir kynningu sem ég á að halda í skólanum á fimmtudag á meðan heimilsfólkið nýtur sólarinnar og 17. júní. En þetta klárast næsta mánudag með lokaprófi. Úff það verður frábært :) :) :)
  Hafðu það gott og njóttu vel slökunarhelgarinnar sem framundan er hjá þér. Knús Sigga :)

 2. Sigga systir ritaði:

  …sorry…háskólaneminn aldraði skrifaði mygla án ypsilons…..leiðréttist hér með……svo bregðast krosstré sem önnur tré.. (: (:
  Sigga