Framhald af farastjóraleiknum.

Íslendingur ávalt Íslendingur. Tvær fullar vinnur og önnur unni nær allan sólarhringinn. Nú í nótt byrja ég að sækja farþega á hótelin kl 03.20, vélin fer í loftið kl. 07.00 og innritun hefst 05.00. Ég auðvitað ætlaði að leggja mig ekki seinna en 18.00 og vakna hress, en nú er klukkan 20.30 og ég er að vonast til að komast heim á næsta klukkutíma.

Ég gerði innsláttarvillu í afmæliskeðjunni til Siggu Rúnu, kallaði hana gulið mitt í stað gullið mitt. Hún svarar mér og kallar mig herfu:-) Þar er til skýring. Við stofnuðum herfuklúbb fyrir nokkrum árum þegar við fórum tvær í helgarferð til Alcoy og vorum í íbúð afa og ömmu Gabriels. Þetta var að vetri og kuldinn í óupphitaðri íbúðinni, hátt uppi í fjöllum var skelfilegur. Ýmislegt skemmtilegt gerðist sem leiddi til þess að við kölluðum okkur herfur og nú hefur ein herfa bæst í hópinn, litla Tara Kristín. Það er mikill heiður að fá inngöngu í herfuklúbbinn!!! 

Ég er búin að eignast nýjan lesanda sem farinn er að kommenta á bloggið. Þetta kom mér mjög á óvart þar sem ég gerði ekki ráð fyrir að fólk dytti inn á mína síðu, en velkominn vertu.

Nú kveð ég í bili.

Fært undir .

Ein ummæli við “Framhald af farastjóraleiknum.”

  1. Sigga Rúna ritaði:

    Passaðu þig á vinnualkatöktum, stórhættulegt fyrirbæri hjá Íslendingum. Sérstaklega á sumrin þar sem allir gleyma að sofa í birtunni og verða manískir :-) En svo vilja líka flestir helst sofa bara veturinn af sér í skammdegisþunglyndi..hihihi
    Farðu nú samt vel með þig og hlúðu að þér, farðu í heitt kósí bað ef þú færð ekki nægan svefn, og stutt hugleiðsla getur verið á við margra tíma svefn. Ég er heimavinnandi, ekki eins krefjandi,hah en undanfarnar nætur hef ég sáralítið sofið, og í dag sést það á mér, algjörlega búin á því og á leið í rúmið núna. Hlúðu að þér herfa, við uppskerum eins og við sáum!
    Besos carino, te echo de menos.